Skautaskólar SR

Skautafélag Reykjavíkur er með tvær deildir, listskautadeild og íshokkídeild.  Reka báðar deildir skautaskóla og eru áherslur, lengd námskeiða og aðferðir ólíkar en afskaplega skemmtilegar. Vinsamlegast kynnið ykkur starf skautaskóla deildanna hér að neðan.

sksk

Skautaskóli listhlaupadeildar SR

Skautaskólinn er fyrir byrjendur og styttra komna á aldrinum 4-11 ára. Unglinganámskeið  er fyrir krakka á aldrinum 12-17 ára, sjá nánar hér og síðast en ekki síst bjóðum við upp á námskeið fyrir fullorðna 18 ára og eldri. Kennt er tvisvar sinnum í viku en tímarnir samanstanda af upphitun á gólfi og ísæfingu.

Nánar um Skautaskóla listhlaupadeildar

Íshokkískóli  SR

Íshokkískóli SR er ætlaður þeim sem eru að stíga sín fyrstu á skautum – byrjendum á leik- og grunnskólaaldri. Íshokkískólinn er þrisvar í viku og kostar önnin aðeins 30.000 kr.  Markmið Íshokkískólans er að kenna þátttakendum að skauta í gegnum leiki og þrautir og hafa gaman í leiðinni. Íshokkískólinn er bæði fyrir stráka og stelpur enda erum við með nánast jafnt kynjahlutfall í yngri flokkum SR íshokkí.

Nánar um Íshokkískóla SR