Íshokkídeild SR þakkir fyrir frábærar viðtökur á sumarnámskeiðum okkar. Stefnt er á að bjóða upp á 2 vikur í júní og 2 vikur í ágúst 2021.

4.-8. ágúst (þriðjudagur til laugardags)

6-11 ára byrjendur og lengra komnir – heill dagur
6-11 ára byrjendur og lengra komnir – hálfur dagur
10-14 ára (4.-5. fl.) fyrir þá sem æfa íshokkí – hálfur dagur

10.-14. ágúst (mánudagur til föstudags)

6-11 ára byrjendur og lengra komnir – heill dagur
6-11 ára byrjendur og lengra komnir – hálfur dagur
10-14 ára (4.-5. fl.) fyrir þá sem æfa íshokkí – hálfur dagur

Skráning hér

Þjálfararnir

Aðalþjálfari íshokkí er Miloslav Racansky. Milos hefur verið yfirþjálfari yngri flokka SR síðustu þrjú ár við mjög góðan orðstír. Hann er einnig leikmaður með karlaliði SR, leikmaður með landsliði Íslands, aðalþjálfari U18 landsliðs Íslands og aðstoðarþjálfari U20 landsliðs Íslands.

Aðalþjálfari á leikjanámskeiði eftir hádegi er Maríanna Þórðardóttir.  Maríanna er íþróttafræðingur að mennt og hefur mikla reynslu af að því að vinna með börnum og umsjón leikjanámskeiða.

Nánar um námskeiðin

6-11 ára byrjendur og lengra komnir – heill dagur frá 8:00-16.30

Fyrir hádegi eru tveir tímar á ís ásamt annarri hreyfingu/kylfutækni/fræðslu og nestisstund.
Í hádeginu er borðað nesti.
Eftir hádegi tekur við léttari dagskrá; m.a. útileikir/ratleikur/hópefli/gönguferð/húsdýragarðurinn o.fl. + nestisstund. Allt í frábæru nærumhverfi í Laugardalnum.

Allir að klæða sig eftir veðri.
Merkja vel fatnað og töskur.
Krakkarnir koma með nesti fyrir morgunhressingu, hádegismat og síðdegishressingu. Þau þurfa líka að hafa merktan vatnsbrúsa/flösku.

Námskeiðið er hugsað bæði fyrir þá sem eru að æfa hjá SR (eða öðrum félögum) og líka nýja byrjendur sem vilja nýta sumarnámskeið til að prófa íshokkí.
Byrjendur geta fengið allan búnað lánaðan án endurgjalds – skauta, hjálma, hlífar og kylfu.

 

6-11 ára byrjendur og lengra komnir – hálfur dagur frá 8:00-12:30

Tveir tímar á ís ásamt annarri hreyfingu/kylfutækni/fræðslu og nestisstund.

Námskeiðið er hugsað bæði fyrir þá sem eru að æfa hjá SR (eða öðrum félögum) og líka nýja byrjendur sem vilja nýta sumarnámskeið til að prófa íshokkí.
Byrjendur geta fengið allan búnað lánaðan án endurgjalds – skauta, hjálma, hlífar og kylfu.

10-14 ára (4.-5. fl.) fyrir þá sem æfa íshokkí – hálfur dagur frá kl. 12:30-17:00

Námskeiðin eru hugsuð fyrir þá sem eru að æfa íshokkí hjá SR (eða öðrum félögum) og hafa grunnþekkingu á íþróttinni.

Tveir tímar á ís ásamt þrek/kylfutækni/fræðslu og nestisstund, frá þriðjudegi til föstudags.

Í boði er 10% syskinaafsláttur og 10% afsláttur fyrir að skrá börn í báðar vikurnar.
Því miður er ekki ennþá boðið upp á þann möguleika í Sportabler en hægt að sækja afsláttinn með því að hafa samband við ishokki@skautafelag.is

 

Skráning hér

Bjarni
Formaður barna- og unglingaráðs SR íshokkí
S. 844 4590

Milos
yfirþjálfari yngri flokka SR íshokkí
S. 782 3197

Skráðu þig á póstlistann