Sumarskautaskóli 2021

Sumarskautaskóli LSR

LSR býður upp á sumarskautaskóla eins og undanfarin ár.
Námskeiðin verða í júní, júlí og í ágúst eins og hefð er fyrir, og er fyrir alla krakka á aldrinum 4 til 11 ára. Staðsetning námskeiðanna er í Skautahöllinni í Laugardal.

Námskeiðin samanstanda af:
Kennslu í grunnskautun og öryggisatriðum.
Kynningu á grunnatriðum í listhlaupi á skautum.
Upphitun, teygju- og þrekæfingum sem fara fram í leikjaformi úti og inni.
Sumarskautaskólinn er hálfan daginn kl. 08.45 – 12.00 eða kl. 13.00 – 16.15. Einnig eru í boði námskeið allan daginn frá kl. 08:45 – 16:15.
ATH! Börnin þurfa að koma með hlý föt og vettlinga fyrir ístímann og hollt nesti. Þau þurfa að vera klædd eftir veðri, því farið er í gönguferðir og leiki úti og inni. (Athugið að þau sem eru allan daginn þurfa einnig að koma með hádegisnesti.)

Skautar og hjálmar eru á staðnum en sjálfsagt er að koma með eigin.

Júní
Vika 1. 14. – 18. júní (mánu – föstudags) – 4 dagar kr. 12.000,- 1/2 dagur, 24.000 kr. allan daginn
Vika 2. 21. – 25. júní (mánu – föstudags) – 5 dagar kr. 15.000,- 1/2 dagur, 30.000 kr. allan daginn

Júlí og ágúst
Vika 1. 26. – 30. júlí (mánu – föstudags) – 5 dagar kr. 15.000,- 1/2 dagur, 30.000 kr. allan daginn
Vika 2. 3. – 6. ágúst (mánu – föstudags) – 4 dagar kr. 12.000,- 1/2 dagur, 24.000 kr. allan daginn
Vika 3. 9. – 13. ágúst (þriðju – föstudags) – 5 dagar kr. 15.000,- 1/2 dagur, 30.000 kr. allan daginn
Vika 4. 16. 10. – 20. ágúst (mánu– föstudags) – 5 dagar kr. 15.000,- 1/2 dagur, 30.000 kr. allan daginn

Skráning fer fram á www.sportabler.is/shop/sr, velja þarf tímabil og fyrir / eftir hádegi eða allan daginn.
Umsjónarmenn námskeiðanna eru þjálfarar Listhlaupadeildar Skautafélags Reykjavíkur.
Heimasíða Skautafélags Reykjavíkur
Netfang: skautastjori@gmail.com