Blog Archives

Gleðileg jól og farsælt komandi ár!

Stjórn Skautafélags Reykjavíkur vill óska iðkendurm, félasgmönnum og öðrum velunnurum félagsins árs og friðar yfir hátíðarnar.  Árið 2016 hefur verið viðburðarríkt hjá Skautafélaginu og næsta ár verður án efa jafn viðburðaríkt ef ekki viðburðarríkara.  Við sjáumst í Skautahöllinni!!


Jólaskemmtun hokkídeildar 17.des!

17. desember næstkomandi ætlar hokkídeildin að halda jólaskemmtun á æfingatíma íshokkídeildarinnar á milli kl.10:00 og 13:00. Stefnt er að því að vera með fjölbreytta dagskrá þar sem iðkendur og foreldrar taka þátt í skautaþrautum og ýmsum leikjum.  Nánari dagskrá verður gerð opinber á næstu dögum.  Einnig er hægt að fylgjast með á upplýsingarsíðu yngriflokka SR

Nánar…