Þórdís Rögn Jónsdóttir

Nafn: Þórdís Rögn Jónsdóttir

Við hvað starfar þú hjá LSR? Ég starfa sem þjálfari í skautaskóla og er nælustjóri.

Hvaða menntun hefur þú? Ég hef lokið við 1.stigs þjálfunarmenntun hjá ÍSÍ.

Hvaða tungumál talar þú? Ég tala íslensku og reiprennandi ensku. Einnig hef ég lært dönsku og spænsku í framhaldsskóla.

Hvenær og afhverju byrjaðir þú að skauta? Ég byrjaði að skauta þegar ég var 10 ára. Besta vinkona mín var að æfa skauta og svo þegar ég fékk skauta í jólgjöf ákvað ég loks að skella mér á mína fyrstu skautaæfingu.

Hvert í heiminum hefur skautaíþróttin leitt þig?

Hvað er markmið þitt sem þjálfari í vetur? Fyrir mér snýst þjálfun ekki einungis um að kenna börnum og unglingum að skauta heldur að hjálpa þeim við að blómstra og styrkja þau sem einstaklinga.

Áttu eitthvað lífsmottó? Gera betur en í gær og njóta þess að vera til.

Eitthvað annað? Skautaíþróttin hefur kennt mér ótal margt og fært mér nokkrar af mínum bestu vinkonum.