Elsa Kristín Sigurðardóttir
Elsa Kristín Sigurðardóttir hefur tekið til starfa sem trúnaðarmaður leikmanna SR íshokkí.

Elsa starfar sem hjúkrunarfræðingur (RN, MSc) hjá Reykjavíkurborg en hefur komið að íþróttastarfi frá unga aldri, var meðal annars valinn Akstursíþróttakona ársins 2013.

Trúnaðarmaður er tengiliður leikmanna og íþróttafélagsins og nær til allra þeirra sem stunda íshokkí hjá deildinni, frá yngri flokkum og upp í meistaraflokka.

Elsa tekur á móti öllum þeim erindum sem leikmenn,  eða aðstandendur leikmanna, telja að geti bætt samskipti (einelti, áreitni, ofbeldi o.s.frv) í íþróttinni. Hvort sem það er innan félagsins eða persónuleg erindi sem að hún getur aðstoðað við.

Trúnaðarmaður mun ávallt gæta að fullum trúnaði og hefur ekki tilkynningaskyldu til félagsins né forráðamanna, nema í þeim tilfellum sem að atvik teljist saknæm eða hætta stafi af.

Hægt er að hafa samband við Elsu í síma 6986982 eða á elsakristin@gmail.com.