Íshokkískóli SR

Íshokkískólinn byrjar aftur 21. ágúst 2024!

Po polsku  In English

Fyrir hvern er Íshokkískóli SR?

Íshokkískóli SR er ætlaður þeim krökkum sem eru að stíga sín fyrstu skref á skautum. Íshokkískólinn tekur á móti nýju krökkum allt tímabilið. Íshokkískólinn snýst fyrst og fremst um að hafa gaman og læra að skauta í leiðinni. Þegar krakkarnir eru tilbúnir færast þeir upp á næsta stig sem eru æfingar á sömu tímum hinum megin á ísnum. Áhugasamir byrjendur 18 ára og eldri er bent á byrjendaæfingar hjá Hrægömmum einu sinni í viku.

Þjálfarar

Frábærir þjálfarar taka á móti krökkunum í Íshokkískólanum.

Andri Freyr Magnússon þjálfari býr yfir tveggja áratuga reynslu af þjálfun
Alexandra Hafsteinsdóttir þjálfari, íþróttastjóri og leikmaður kvennaliðs SR.
Melkorka Otradóttir er fyrrum leikmaður, leikskólakennari og hokkímamma.

Hvar og hvenær?

Athugið að við þurfa að hafa alla skráða sem mæta hjá okkur, líka þá sem eru að prófa frítt. Skráning til að prófa er í gegnum sr.ishokki@gmail.com.

Kennsla í Íshokkískóla SR fer fram tvisvar í viku í Skautahöllinni í Laugardal frá og með 21. ágúst n.k.
Miðvikudagar 17.15-18.00 inn á ís, mæting 30 mín. fyrr.
Laugardagar 12.00-12.45 inn á ís, mæting 30 mín fyrr.

Hvað kostar?

Byrjendur geta prófað frítt í 2-3 skipti.
Íshokkískóli SR (10 skipti) + æfingar út önnina í viðeigandi flokki kostar aðeins 39.600 kr.
Hægt er að nota frístundastyrki sveitarfélaga í Íshokkískóla SR og hægt er að skipta greiðslum í allt að þrjú skipti.
Fyrir 4 ára og yngri kostar Íshokkískóli SR aðeins 19.800 kr.
SR lánar allan búnað, hjálm og skauta til að koma sér af stað.
Skráning í Íshokkískólann er að finna í vefverslun okkar á Sportabler

Gott að vita

Þátttakendur eru hvattir til að mæta í léttum fatnaði sem gott er að hreyfa sig í.

Nýr í íshokkí og vantar að vita það helsta? Kíktu hér og fáðu að vita það helsta.

Fylgist með Upplýsingasíðu yngri flokka til að fá að vita allt sem er í gangi í barnastarfi félagsins eins og mót og aðrir viðburðir.

 

Einhverjar spurningar?

Ekki hika við að hafa samband sr.ishokki@gmail.com