Unglinganámskeið

Unglinganámskeið er fyrir byrjendur og styttra komna á aldrinum 12 – 17 ára.

Á unglinganámskeiði er megináhersla lögð á að læra helstu grunn- og undirstöðatriði íþróttarinnar. Við leggjum áherslu á að hafa æfingarnar skemmtilegar og fjölbreyttar en í leiðinni smá krefjandi. Með hverjum hóp á ísnum er að jafnaði einn þjálfari og aðstoðarmaður.

Kennt er tvisvar sinnum í viku, á miðvikudögum og sunnudögum. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 25. ágúst.

Stundatafla á haustönn 2021

Miðvikudagar: 20:30-21:45
Sunnudagar: 17:30-18:45

Hér má finna ýmsar upplýsingar fyrir foreldra barna í skautaskóla og unglingahóp:

Foreldrahandbók Skautaskólans

Verðskrá fyrir námskeiðið:
• Verð fyrir haustönn 2021 er  55.000 kr
• Innifalið eru:

• Allar skráningar og greiðslur fara fram rafrænt – sjá HÉR

Mæting:  Bendum á að mjög mikilvægt er að börnin mæti í upphitun þar sem ekki er gott að fara kaldur inn á svellið að skauta, iðkendum gengur betur að skauta eftir að hafa hitað upp og auk þess sem það dregur úr hættu á meiðslum að fara vel heitur inn á svellið. Vinsamlega mætið tímalega þannig að börnin séu tilbúin þegar upphitun hefst.

Fatnaður:  Mikilvægt er að börnin mæti í viðeigandi fatnaði í skautaskólann, góðar buxur sem gott er að hreyfa sig í, t.d. flísbuxur ( gallabuxur og ökklasokkar eru alveg bannaðar). Góð flíspeysa yfir hlýjan bol er oftast nóg fyrir þau og vettlingar eru nauðsynlegir. Gott er að hafa buff undir hjálminum. Passið að dúða börnin ekki um of, þau þurfa að eiga gott með að hreyfa sig, þeim er oftast ekki svo kalt á ísnum þar sem þau eru að hreyfa sig og fara heit inn á eftir upphitun.

Ef  nota á frístundastyrkinn þá þarf að skrá sig inn með Íslykli inn á skráningarsíðuna  og síðan haka við í reitinn frístund og ákveða upphæð.  ATH! ekki fara inn á Rafræna Reykjavík og úthluta styrkinum þar, aðeins inn í skráningakerfinu. Frístundastyrkurinn þarf að koma fram til lækkunar á gjaldinu inni í kerfinu áður en þið gangið frá greiðslu á eftirstöðvum ef einhverjar eru.

Æfingagjöld eru ekki endurgreidd ef iðkandi hættir og verða útistandandi gjöld innheimt, nema vegna veikinda eða meiðsla til lengri tíma, og þá þarf að skila inn læknisvottorði á skrifstofu SR -listhlaupadeildar.

Með skráningu á námskeið gerir skautari og/eða forráðamaður sér grein fyrir því að mögulega eru teknar
ljósmyndir af skauturum á æfingum, keppnum og sýningum og þær birtar opinberlega á samfélagsmiðlum og heimasíðu SR.

Til að fá nánari upplýsingar þá sendið póst á skautastjori@gmail.com og gjaldkeri.lsr@gmail.com