Jóhann og Friðrika íshokkífólk SR 2024

Stjórn íshokkídeildar SR valdi Jóhann Björgvin Ragnarsson og Friðriku Rögnu Magnúsdóttur íshokkífólk SR árið 2024. Jóhann kom aftur heim í SR eftir tvö ár í Tékklandi fyrir síðasta tímabil og stimplaði sig rækilega inn í deildina og liðið með frábærri frammstöðu, var bæði efstur markvarða í deild og úrslitakeppni og átti stóran þátt í Íslandsmeistaratitli

Nánar…


Kári íshokkímaður ársins hjá ÍHÍ

Íshokkísamband Íslands hefur valið Kára Arnarsson íshokkímann ársins árið 2024. Í frétt á vef sambandsins segir: „Kári Arnarsson hefur verið valin Íshokkímaður ársins 2024 af stjórn Íshokkísambands Íslands. Kári aðeins 22 ára gamall tók við fyrirliðabandinu hjá Skautafélagi Reykjavíkur á síðasta tímabili. Hann átti stóran þátt í því að Skautafélag Reykjavíkur varði íslandsmeistaratitil sinn í

Nánar…


Kvennlandsliðið á Ólympíuforkeppni í Slóvakíu

Kvennalandslið Íslands hélt til Slóvakíu til þátttöku í 2. umferð forkeppni Ólympíuleikanna núna í desember. Andstæðingarnir voru ekki af verri endanum; gestgjafarnir frá Slóvakíu með ungstirninu Nelu Lopušanová innanborðs, Kazakstan með fyrrverandi SR-ingnum Maliku Aldabergenova og svo Slóvenar. SR átti 5 frábæra fulltrúa í liðinu. Andrea Dilja í markinu Friðrika Ragna og Gunnborg Petra í

Nánar…


Sögulegur sigur í Eistlandi hjá karlaliði SR

SR lagði CH Jaca með gullmarki í framlengdum leik Continental Cup í Narva í Eistlandi um helgina. Þetta var fyrsti sigur SR í Evrópukeppni félagsliða en liðið er að taka þátt í annað sinn. Liðið var 4-5 undir þegar lítið var eftir af leiknum er þjálfararnir tóku Jóhann markvörð út af og bættu við sóknarmanni. Það skilaði jöfnunarmarki þegar aðeins 3 sekúndur lifðu af

Nánar…


Fyrirliðaspjall | Karlalið SR í evrópukeppni í Eistlandi

Ríkjandi Íslandsmeistarar í SR eru mættir til leiks með mjög breyttan hóp frá því í vor er liðið lagði SA að velli í úrslitum og tryggði sér annan titilinn í röð. Hópurinn er ungur og efnilegur með reynslu í bland og er nú mættur til Narva í Eistlandi til þátttöku í Continental Cup. Við tókum

Nánar…


Heimaleikir framundan