Nordics open @ RIG í Skautahöllinni í Laugardal.

Ég minni á að allar æfingar falla niður hjá okkur 1.-5. febrúar vegna Norðurlandamótsins sem er í gangi þessa daga. Við hvetjum alla til þess að koma og horfa á mótið og verða 5 íslenskir keppendur á mótinu og þar á meðal ein frá okkar félagi. Allar upplýsinga um mótið er hægt að sjá hér:

Nánar…


SR-mótið 4.-5. mars mótstilkynning

  Listskautadeild Skautafélags Reykjavíkur tilkynnir hér með:   SR-mótið 2023  sem haldið verður í Skautahöllinni í Laugardal 4.-5. mars 2023   Keppnisflokkar   Keppt er eftir reglum ÍSS um keppni í félagalínu og reglum um keppni í Special Olympics.   Keppnisflokkar félaga    6 ára og yngri                

Nánar…


Byrjendanámskeið fyrir alla

Þá fer vorönnin af stað hjá okkur og erum við með byrjendanámskeið í boði fyrir nánast allan aldur. Á námskeiðunum er lögð megináhersla á að læra helstu grunnatriði og undirstöður íþróttarinnar.  Við leggjum áherslu á að hafa æfingarnar skemmtilegar og fjölbreyttar og í leiðinni krefjandi. Upplýsingar um eftirfarandi námskeið eru hér: Skautaskólinn 4-11 ára Unglinganámskeið 12-17

Nánar…


Íshokkískólinn byrjar 4. janúar

Okkar frábæru þjálfarar Kristín Ómars og Andri Freyr taka vel á móti krökkum í íshokkískólanum sem fer aftur í gang eftir jólafrí miðvikudaginn 4. janúar kl. 17.15. Allur búnaður á staðnum og kostar ekkert að prófa. Æfingar eru tvisvar í viku, miðvikudaga kl. 17.15 og laugardaga kl. 12.00. Allar upplýsingar og skráning á síðu Íshokkískólans.

Nánar…


Axel og Brynhildur íshokkífólk SR 2022

Axel Orongan og Brynhildur Hjaltested eru íshokkífólk SR árið 2022 Axel kom til SR fyrir tveimur árum og hefur sett sterkan svip á liðið enda einkar leikinn og útsjónasamur leikmaður sem getur spilaða nánast hvaða stöðu sem er á ísnum. Axel átti mjög gott mót með landsliðinu síðasta vor og átti stóran þátt í 3-2

Nánar…


Vörur í vefverslun