SR bikarmeistari í U16 stúlkna – Krúsku mótið

U16 stúlknalið SR, undir stjórn Lexu, Sölva og Örnu, fóru ósigraðar í gegnum Krúsku-mótið um síðastliðna helgi. Þær sigruðu alla fjóra leiki sína og enduðu í efsta sæti með 12 stig, 6 stigum á undan næsta liði. Liðið er skipað leikmönnum úr þremur flokkum, U12, U14 og U16 og eru aðeins tveir leikmenn sem detta

Nánar…


Æfa bæði íshokkí og listdans

Í hjarta Laugardalsins bakvið gróðursæld lúrir Skautahöllin í Laugardal sem byggð var árið 1998 en tæpum áratug áður hafði vélfryst svell verið komið þar á laggirnar. Innandyra getur almenningar komið og skautað sér til skemmtunar yfir vetrartímann. Færri vita að þar er líka öflug íþróttastarfsemi Skautafélags Reykjavíkur sem nýlega hélt upp á 130 ára afmæli,

Nánar…


Aðalfundur Listskautadeildar Skautafélags Reykjavíkur 2023

Aðalfundur Listhlaupadeildar Skautafélags Reykjavíkur hefur verið boðaður fimmtudaginn 11. maí kl. 17:00. Fundurinn verður haldinn í salnum fyrir ofan stúkuna í Skautahöllinni. Við mælum með að leyfa krökkunum að skauta á almenningi á meðan setið er á fundi. Þeir sem hafa hug á að bjóða sig fram til stjórnarsetu í Listhlaupadeildinni eru beðnir um að

Nánar…


Sumarnámskeið í íshokkí

Íshokkídeild SR býður upp á sumar- og leikjanámskeið í júní og 2023 20% systkinaafsláttur. Vika 1 í júní (5 dagar) 12.-16. júní 2023 6-12 ára byrjendur og lengra komnir – heill dagur. Verð 32.000 kr. 6-12 ára byrjendur og lengra komnir – hálfur dagur. Verð 16.000 kr. Vika 2 í júní (5 dagar) 19.-23. júní

Nánar…


Ný stjórn íshokkídeildar kjörin á aðalfundi

Aðalfundur íshokkídeildar Skautafélags Reykjavíkur fór fram í Laugardalnum í gærkvöldi. Skemmst er frá því að segja að metmæting var á fundinn, fullur salur af leikmönnum, foreldrum og öðru áhugafólki um félagið. Félagið vill koma á framfæri þakklæti til fráfarandi stjórnarmanna en þó sérstaklega fráfarandi formans, Kjartans Hjaltested. Hann tók við félaginu fyrir um 6 árum

Nánar…


Vörur í vefverslun