Liðsauki í Laugardalinn

Þrjár landsliðskonur frá Akureyri, Ragnhildur Kjartansdóttir, Gunnborg Petra Jóhannsdóttir og Inga Rakel Aradóttir, hafa gengið til liðs við kvennalið Skautafélags Reykjavíkur. Koma þeirra mun styrkja liðið gífurlega fyrir komandi tímabil enda allar hoknar af reynslu þrátt fyrir ungan aldur með samanlagt yfir 250 deildarleiki á Íslandi, yfir 50 deildarleiki erlendis og tæplega 70 A-landsliðsleiki. Ragnhildur,

Nánar…


Karlalið SR til Eistlands – Continental Cup

Íslandsmeistarar SR eru á leið í Continental Cup annað árið í röð en það er evrópukeppni félagsliða. Aftur er ferðinni heitið til Eystrasaltslandanna en núna er það Eistland, nánar tiltekið 50 þúsund manna borgin Narva á landamærunum við Rússland. Þar mætum við litháensku meisturunum í Energija Elektrenai, gestgjöfunum PSK Narva og Spánarmeisturum CH Jaca. Mótið

Nánar…


Þjálfarar óskast / Coaches wanted

Við leitum að íshokkíþjálfurum og þrekþjálfara í hlutastörf fyrir næsta tímabil, 2024-2025. [English below] Íshokkískólinn Okkur vantar þriðja hjólið undir Íshokkískólavagninn með Andra og Alexöndru. Nafn viðkomandi þarf ekki að byrja á A en gott að búa yfir þolinmæði, kunna að skauta, vera jákvæð/ur og geta kennt byrjendum grunninn í skautatækni. Íshokkískólinn er tvisvar í

Nánar…


Foreldrafundur – haustönn 2024

Þessi fundur er kynning á skipulagi haustannar. Þessi foreldrafundur er einungis fyrir foreldra iðkenda sem keppa í keppnislínu og félagalínu. Dgasetning: fim. 30.05.2024, kl. 17:30 – 19:00 Fundarstaður: Ráðstefnusalurinn í andyri nýju Laugardalshallar  


World of Magic – Vorsýning 2024

Vorsýning Skautafélags Reykjavíkur var haldin í ár með þemað World of Magic. Áhorfendur fengu heillandi og ævintýralegan heim ýmissa vera, sem skautara á öllum aldri leiddu gesti í gegnum. þetta var sannarlega ógleymanleg sýning, full af fjöri, litum og tilfinningum. Gaman að fylgjast með skauturunum njóta sín, skemmta sér og gestum, Við þökku þeim innilega

Nánar…


Heimaleikir framundan