Velkomin

SR keppir um Íslandsmeistaratitilinn

Úrslitakeppnin er að hefjast. Tvö sterkustu liðin í deildinni berjast um Íslandsmeistaratitilinn, Skautafélag Akureyrar gegn Skautafélagi Reykjavíkur! Fyrstu þrír leikirnir liggja fyrir: – Akureyri 12. mars kl. 19.30 – Skautahöllin Laugardal 14. mars kl. 19.00 – Akureyri 16. mars kl. 16.30 Að sjálfsögðu ætla allir að mæta á pallana því ykkar stuðningur skiptir öllu máli

Nánar…


Skauta-öskuball fimmtudaginn 7. mars

Allir velkomnir á skauta-öskuball í Skautahöllinni í Laugardal fimmtudaginn 7. mars kl. 17:00-19:30. Verðlaun fyrir besta öskudagsbúninginn! Hægt verður að kaupa pizzur og drykki. Aðgangur kr. 1.500,- (skauta- og hjálmaleiga innifalin) Að sjálfsögðu eru allir velkomnir.


Reykjavíkurmótið 2. og 3. mars

Um helgina fór fram Reykjavíkurmótið sem haldið var af Fjölni í Egilshöllinni. Á laugardeginum var keppni hjá félagalínunni og fyrir hlé kepptu flokkarnir 6 ára og yngri, 8 ára og yngri og 10 ára og yngri og fengu allir þáttakendur þátttökumedalíur og viðurkenningarskjöl og stóðu þau sig öll ótrúlega vel og er gaman að segja

Nánar…


Stelpur spila íshokkí á sunnudag – Global Girls Game

Skautafélag Reykjavíkur tekur þátt í Girls Global Game en það er íshokkíleikur kvenna spilaður um allan heim sömu helgi – hvítir á móti bláum. Leikurinn fer fram í Skautahöllinni í Laugardal sunnudaginn 17. febrúar kl. 11.45-12.45. Við hvetjum íshokkístelpur á öllum aldri til að koma og taka þátt í þessum frábæra viðburði. Að sjálfsögðu eru

Nánar…


SR-mótið fréttir og myndir.

Helgina 9. og 10. febrúar fór fram SR-mótið í Skautahöllinni Laugardal og voru skráðir 66 keppendur. Á laugardeginum kepptu 4 flokkar og stóðu þau sig frábærlega vel og fengu þau öll viðurkenningu og viðukenningarmedalíur og síðan á sunnudeginum kepptu eldri flokkarnir og þar voru veitt verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti. Á mótinu var dæmt eftir

Nánar…


Vörur í vefverslun

Skráðu þig á póstlistann