Fyrsti heimaleikurinn – í beinu streymi

Fyrsti heimaleikur karlaliðins – taka tvö Nágrannaslagur af bestu gerð – SR gegn Fjölni þriðjudaginn 19. janúar kl. 19.45. Áhorfendur eru bara leyfðir heima í stofu en geta þar notið beins streymis úr Laugardalnum á Youtube-síðu ÍHÍ. Lýsandi verður Hákon Marteinn sem er hér í jólaleyfi frá Svíþjóð.


Íshokkífólk ársins hjá SR

Íshokkífólk ársins 2020 hjá SR er Alexandra Hafsteinsdóttir og Miloslav Racansky. Vegna Covid hafa Hertz-deildir og heimsmeistaramót að miklu leyti farið forgörðum í ár. Þá er tækifæri til að horfa inn á við við val á íshokkífólki ársins og skoða hverjir hafa verið í framlínunni í uppbyggingarstarfi okkar. Þar stóðu uppi tveir mjög afgerandi valkostir,

Nánar…


Skautaskóli

Skráning hafin í skautaskóla LSR

Gleðilega hátíð! Nú styttist óðfluga í nýtt ár og er því ekki seinna vænna en að byrja að skipuleggja tómstundir barnanna. Miðvikudaginn 6. janúar mun skautaskólinn hjá Skautafélagi Reykjavíkur listhlaupadeild byrja og eru allir velkomnir í prufutíma. Skautaskólinn okkar er fyrir börn á aldrinum 3 – 10 ára og eru æfingar á miðvikudögum frá klukkan

Nánar…


Black Friday – frítt að prufa íshokkí

Í tilefni Black Friday bjóðum við 4-16 ára krökkum að prófa íshokkí í Íshokkískóla SR frítt fram að áramótum. Sjá nánar hér í vefverslun SR. Það eina sem þarf að gera er að skrá sig í gegnum vefverslun SR fyrir miðnætti föstudaginn 27. nóvember eða senda póst á ishokki@skautafelag.is. Íshokkískóli SR er þrisvar í viku og

Nánar…


SR íshokkí grímur

SR gríma


Skráðu þig á póstlistann