Þrjár landsliðskonur frá Akureyri, Ragnhildur Kjartansdóttir, Gunnborg Petra Jóhannsdóttir og Inga Rakel Aradóttir, hafa gengið til liðs við kvennalið Skautafélags Reykjavíkur. Koma þeirra mun styrkja liðið gífurlega fyrir komandi tímabil enda allar hoknar af reynslu þrátt fyrir ungan aldur með samanlagt yfir 250 deildarleiki á Íslandi, yfir 50 deildarleiki erlendis og tæplega 70 A-landsliðsleiki. Ragnhildur,