SR-mótið mótstilkynning

 

Listskautadeild Skautafélags Reykjavíkur tilkynnir hér með:

 

SR-mótið 2024

 sem haldið verður í

Skautahöllinni í Laugardal

20.-21. apríl 2024

 

Keppnisflokkar

 

Keppt er eftir reglum ÍSS um keppni í félagalínu og reglum um keppni í Special Olympics.

 

Keppnisflokkar félaga

 

 6 ára og yngri, unisex                   14 ára og yngri, drengir og stúlkur

 8 ára og yngri, unisex                   15 ára og eldri, drengir og stúlkur

10 ára og yngri,  unisex                  25 ára og eldri, menn og konur

12 ára og yngri, drengir og stúlkur

 

Keppnisflokkar Special Olympics og Adaptive Skating

Level I                                   Parakeppni 

Level II                                      SO

Level III                                     Unified

Level IV

Level V

 

Dómarakerfi og úrslit

Keppniskerfi félaganna, notast við Stjörnukerfi.

Keppniskerfi Special Olympics og Adaptive Skating, notast við Stjörnukerfi SO/AS.

Úrslit verða birt á www.skautafelag.is/list að móti loknu.

 

Keppnisröð 

Dregið verður í keppnisröð 16. apríl 2024.

Keppnisröð verður birt á www.skautafelag.is/list

 

Verðlaun

Í keppnisflokkum 6, 8 og 10 ára og yngri eru ekki gefin upp verðlaunasæti.  Allir keppendur fá þátttökuviðurkenningu. Í öðrum keppnisflokkum eru veittir verðlaunapeningar fyrir efstu þrjú (3) sætin.  Þátttökuviðurkenningar eru veittar til annarra keppenda.

 

Dagskrá – birt með fyrirvara

Laugardagurinn 20. apríl kl. 8.00-12:45.

Sunnudagurinn 21. apríl kl. 8.00-12:45. 

Endanleg dagskrá verður birt á www.skautafelag.is/list  16. apríl 2024.

Við áskiljum okkur rétt til þess að bæta við föstudeginum 19. apríl ef keppendur verða of margir til að passa á 20.-21. apríl. 

 

Skráning og keppnisgjöld

Skráning og greiðsla keppnisgjalda skulu berast eigi síðar en 13. apríl 2024  í tölvupósti til motsstjori.lsr@gmail.com á meðfylgjandi eyðublaði.

Á eyðublaðinu skal koma fram fullt nafn keppanda, kennitala, keppnisflokkur og keppnisgjald.

Keppnisgjald að fjárhæð kr. 4.500 skal greiðast fyrir hvern keppanda eigi síðar en 13. apríl 2024.

Greiða skal inn á reikning LSR, 528-26-7001, kt: 410897-2029.

Vinsamlegast setjið í skýringu: SR mótið, keppnisgjöld félags. Staðfesting greiðslu sendist á gjaldkeri.lsr@gmail.com.

 

Tónlist

Tónlist skal skila í rafrænu formi inn á drive möppu sem SR mun deila með félögunum.  Einnig þurfa keppendur að hafa tónlist á rafrænu formi með sér til vara. 

 

Þjálfarar og liðsstjórar

senda þarf nöfn þjálfara og liðsstjóra á motsstjori.lsr@gmail.com í síðasta lagi 13. apríl 2024. Senda þarf nöfn, símanúmer og netföng þeirra. 

 

Forföll keppenda

Foröll skulu tilkynnast á netfangið motsstjori.lsr@gmail.com  Einungis er hægt að sækja um endurgreiðslu vegna keppnisgjalda hafi forföll verið tilkynnt áður en keppandi átti að keppa.  Endurgreiðsla nemur helmingi keppnisgjalda.

 

Skiladagsetningar

Skráning á mót og greiðsla keppnisgjalda 13. apríl 2024

Skil á tónlist 13. apríl 2024

Keppnisröð og dagskrá birt 16. apríl 2024

Mótsstjóri

Anna Gígja Kristjánsdóttir

 

Með skráningu á mótið gerir skautari og/eða forráðamaður sér grein fyrir því að upplýsingar um gengi skautara á mótinu eru gerðar opinberar og geymdar hjá Skautasambandi Íslands.  Þá gerir skautari/forráðamaður sér grein fyrir að teknar eru ljósmyndir af skauturum á mótinu og þær birtar opinberlega á heimasíðu sambandsins, heimasíðu Skautafélags Reykjavíkur og mögulega í fjölmiðlum.

 

F.h. Listskautadeildar Skautafélags Reykjavíkur,

 

 Mótsstjóri