*Birt með fyrirvara um innsláttarvillur og síðan er í vinnslu næstu daga.
Búið er að opna fyrir skráningu í sumarbúðir LSR. Við bjóðum iðkendur frá öðrum félögum velkomna í sumarbúðirnar.
Þjálfarar í sumarbúðunum eru eftirtaldir:
Vika 1 (3. – 7. júní) Giom, Dominique og Emilía Rós
vika 2 (11. – 14. júní) Giom, Dominique, Emilía Rós og Kristín Valdís. Kolbeinn og Daníel með leiklist og Kara Hergils með danskennslu.
Vika 3 (15. 19. júlí) Giom, Fabrice, Emilía Rós og Kristín Valdís. Nadia verður með tjáningu á fimmtudagsmorgnum. Kolbeinn og Daníel með leiklist og Kara Hergils með danskennslu.
Vika 4 (22. – 26. júlí) Giom, Fabrice, Emilía Rós og Kristín Valdís. Nadia verður með tjáningu á fimmtudagsmorgnum. Kolbeinn og Daníel með leiklist og Kara Hergils með danskennslu.
Vika 5 (29. júlí – 2. ágúst) Giom, Svetlana, Emilía Rós og Kristín Valdís. Nadia verður með tjáningu á fimmtudagsmorgnum. Kolbeinn og Daníel með leiklist og Kara Hergils með danskennslu.
vika 6 (6. – 9. ágúst) Giom, Svetlana, Emilía Rós og Kristín Valdís. Nadia verður með tjáningu á fimmtudagsmorgnum. Kolbeinn og Daníel með leiklist og Kara Hergils með danskennslu.
Hægt er að skrá stakar vikur og allt sumarið beint í Nóra og er hægt að skipta hverri viku í tvær greiðslur nema fyrstu vikunni en ef óskað er eftir annars konar greiðsludreifingu þarf að senda póst á gjaldkeri.lsr@gmail.com með upplýsingum um nafn og kennitölu iðkenda, fjölda vikna sem á að æfa og fjölda gjalddaga sem dreifa á greiðslunum á. Þeir sem eiga inni í fjáröflunarsjóði og vilja nýta hann í sumarbúðirnar er bent á sama póstfang.
Athugið að gefinn er afsláttur ef skráð er fyrir 1.júní.
Iðkendur SR | Iðkendur SR | Iðkendur SR | Iðkendur SR | Iðkendur önnu félög | |
Verðskrá: | Vika 1 | Vika 2 og 6 | Vika 3, 4 og 5 | Verð allar 6 vikurnar
|
Verð per viku |
Keppnislína gulur og rauður | (16.000)
17.500 |
(23.500)
25.300 |
(29.000)
31.000 |
(150.000)
161.100 |
V1 18.500 V2 og 6 26.500 V3, 4 og 5 33.000 |
Félagalína grænn | (14.000)
15.300 |
(22.000)
23.800 |
(27.500)
29.500 |
(140.500)
151.600 |
V1 16.000 V2 og 6 26.500 V3, 4 og 5 33.000 |
Félagalína blár | (14.000)
15.300 |
(12.500)
14.000 |
(16.000)
17.500 |
(87.000)
95.800 |
V1 16.500 V2 og 6 15:500 V3, 4 og 5 19.500 |
Athugið að verðin innan sviga miðast við skráningu FYRIR 1.júní, eftir það gildir hitt verðið. |
*Keppnislína gulur og rauður, eru þeir sem hafa æft í vetur í hópum A1, A2, B1, B2 og B3. Félagalína grænn og blár eru þeir sem hafa æft í vetur í hópum 1, 2, 3, 4, 5.
Allar upplýsingar um sumarbúðir er hægt að fá með því að senda póst á ritari.lsr@gmail.com og fer skráning fram á https://skautafelag.felog.is