Í ágúst 2021 samþykkti stjórn SR íshokkí að taka upp almennar siðareglur ÍSÍ og siðareglur ÍBR um kynferðislega áreitni og ofbeldi.
Siðareglur, ásamt hegðunarviðmiðum fyrir þjálfara, iðkendur, stjórnarmenn/starfsfólk og foreldra/forráðamenn.
Code of ethics with code of conduct for coaches, players, boardmembers/staff and parents.
Prentvæn PDF útgáfa á íslensku Printfriendly PDF version in English
a. Komdu eins fram við alla óháð aldri, kyni, kynþætti, kynhneigð, fötlun, stjórnmálaskoðunum, uppruna, trúarbrögðum eða félagslegri stöðu.
b. Berðu virðingu fyrir einstaklingum óháð getu eða metnaði til að ná árangri.
c. Sýndu íþróttinni virðingu og virtu reglur hennar, venjur og siði.
d. Berðu virðingu fyrir andstæðingum, dómurum, foreldrum/forsjáraðilum, sjálfboðaliðum, þjálfurum og öðru starfsfólki.
e. Leggðu þitt að mörkum til að skapa jákvætt andrúmsloft sem er laust við líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi.
a. Farðu eftir reglum íþróttarinnar og komdu fram af fullkomnum heilindum og háttvísi gagnvart sjálfum þér og öðrum.
b. Leggðu þitt að mörkum til að skapa jákvætt andrúmsloft og umhverfi sem er laust við vímuefni og árangursbætandi lyf.
c. Taktu aldrei þátt í veðmálum, fjárhættuspilum eða viðskiptum í tengslum við íþróttaviðburði þar sem þú getur haft áhrif á úrslit. Veittu aldrei upplýsingar um íþróttir sem þú eða aðrir geta hagnast á.
a. Berðu ábyrgð á eigin hegðun.
b. Gerðu þitt besta þannig að þú fáir sem mest út úr æfingunni.
c. Vertu sanngjarn, tillitssamur og heiðarlegur og hafðu það hugfast að þú ert fyrirmynd yngri iðkenda.
d. Tileinkaðu þér heilbrigðan lífsstíl.
e. Misnotaðu ekki stöðu þína og vald með kynferðislegum tilburðum eða með öðrum hætti.
a. Komdu eins fram við alla iðkendur óháð aldri, kyni, kynþætti, kynhneigð, fötlun, stjórnmálaskoðunum, uppruna, trúarbrögðum eða félagslegri stöðu.
b. Berðu virðingu fyrir einstaklingnum óháð getu eða metnaði til að ná árangri.
c. Berðu virðingu fyrir mótherjum, foreldrum/forsjáraðilum, dómurum, sjálfboðaliðum, þjálfurum og öðru starfsfólki og stuðlaðu að því að iðkendur geri slíkt hið sama.
a. Farðu eftir reglum íþróttagreinarinnar, haltu á lofti heiðarleika (fair play) og hvettu iðkendur til að gera það líka.
b. Stuðlaðu að jákvæðu og íþróttalegu umhverfi sem er laust við vímuefni og árangursbætandi lyf.
c. Gættu trúnaðar og sýndu aðgætni við meðferð og vörslu persónuupplýsinga. Undantekningu frá þagnarskyldu má einungis gera af brýnni nauðsyn og í samræmi við lagaboð.
d. Taktu aldrei þátt í veðmálum, fjárhættuspilum eða viðskiptum í tengslum við íþróttaviðburði þar sem þú getur haft áhrif á úrslit. Veittu aldrei upplýsingar um íþróttir sem þú eða aðrir geta hagnast á.
a. Allir iðkendur eiga skilið að fá athygli og jöfn tækifæri.
b. Leggðu þig fram þannig að iðkendur fái sem mest út úr æfingunni.
c. Vertu sanngjarn, tillitssamur og heiðarlegur.
d. Ýttu undir heilbrigðan lífsstíl með góðu fordæmi.
a. Gerðu kröfur til þín varðandi málfar, hegðun, stundvísi, undirbúning og kennslu/þjálfun.
b. Sýndu íþróttinni og félaginu virðingu og virtu reglur.
c. Leggðu metnað þinn í starfið og leitaðu leiða til að auka þekkingu þína.
d. Skipuleggðu starfið með tilliti til getu og þroska iðkenda.
e. Vertu óhræddur við að leita eftir samstarfi við aðra þjálfara eða sérfræðinga.
f. Taktu leiðtogahlutverk þitt alvarlega og nýttu stöðu þína á uppbyggilegan hátt.
g. Haltu iðkendum og aðstandendum upplýstum um þjálfunina.
a. Gættu að öryggi í umhverfi og að aðbúnaður hæfi aldri og þroska iðkenda.
b. Settu heilsu og heilbrigði iðkenda á oddinn og varastu að setja þá í aðstöðu sem ógnað getur heilbrigði þeirra.
c. Sýndu athygli og umhyggju þeim sem orðið hafa fyrir meiðslum og þeim sem leita til þín vegna andlegrar vanlíðunar.
d. Forðastu að koma þér í þá stöðu að vera einn með iðkanda.
a. Vertu vakandi og beittu þér gegn öllu ofbeldi: líkamlegu, kynferðislegu og andlegu.
b. Misnotaðu ekki stöðu þína og vald með kynferðislegum tilburðum eða með öðrum hætti.
c. Forðastu líkamlega snertingu við iðkendur, nema þar sem hún er nauðsynlegur hluti þjálfunarinnar.
d. Þér ber skylda til að tilkynna til barnaverndar- yfirvalda ef grunur leikur á að barn hafi verið vanrækt, því misþyrmt eða búi við aðstæður sem geta lagt heilsu þess og þroska í hættu.
a. Komdu eins fram við alla óháð aldri, kyni, kynþætti, kynhneigð, fötlun, stjórnmálaskoðunum, uppruna, trúarbrögðum eða félagslegri stöðu.
b. Berðu virðingu fyrir skoðunum annarra.
a. Vertu ávallt til fyrirmyndar varðandi hegðun og framkomu, bæði innan félags og utan.
b. Virtu lýðræðisreglur og gagnsæi við ákvarðanatöku og stjórnaðu samkvæmt reglum um ábyrga fjármálastjórn.
c. Vertu sanngjarn, tillitssamur og heiðarlegur.
d. Leggðu metnað í starfið og berðu ábyrgð á eigin hegðun.
e. Misnotaðu ekki stöðu þína og vald með kynferðislegum tilburðum eða öðrum hætti.
a. Farðu eftir reglum íþróttahreyfingarinnar, haltu á lofti heiðarleika (fair play) og hvettu félagsmenn til að gera það líka.
b. Stuðlaðu að jákvæðu og íþróttalegu umhverfi sem er laust við vímuefni og árangursbætandi lyf.
c. Gættu fyllsta trúnaðar þar sem við á.
d. Taktu aldrei þátt í veðmálum, fjárhættuspilum eða viðskiptum í tengslum við íþróttaviðburði þar sem þú getur haft áhrif á úrslit. Veittu aldrei upplýsingar um íþróttir sem þú eða aðrir geta hagnast á.
e. Forðastu eða tilkynntu fjárhagslega og persónulega hagsmunaárekstra.
a. Þekktu lög og reglur félagsins.
b. Stattu vörð um anda og gildi félagsins.
c. Hafðu lýðræðisleg vinnubrögð í heiðri.
d. Sýndu íþróttum virðingu og virtu reglur þeirra, venjur og siði.
e. Sýndu öllum iðkendum, dómurum, sjálfboðaliðum, þjálfurum og starfsfólki virðingu og stuðlaðu að því að iðkendur og félagsmenn geri slíkt hið sama.
f. Þér ber skylda til að tilkynna til barnaverndaryfirvalda ef grunur leikur á að barn hafi verið vanrækt, því misþyrmt eða búi við aðstæður sem geta lagt heilsu þess og þroska í hættu.
Byggt á siðareglum og hegðunarviðmiðum ÍSÍ og siðareglum ÍBR
Samþykkt af stjórn íshokkídeildar SR í ágúst 2021.
Brot á siðarreglum getur haft í för með sér áminningu eða brott- rekstur (tímabundinn eða varanlegan) úr starfi og/eða iðkun hjá deildinni.