Um liðna helgi komu yfir 170 íshokkíkrakkar 12 ára ára og yngri saman í Skautahöllinni í Laugardal og spiluðu á SR mótinu. Í ár var metþátttaka stelpna en 55 stelpur frá félögunum þremur tóku þátt. SR-ingar áttu flestar stelpur á mótinu, 26 talsins, yfir 40% leikmanna SR. Við þökkum Fjölni-Birninum og Skautafélagi Akureyrar fyrir komuna.