Íshokkífólk ársins 2025
Stjórn íshokkídeildar SR valdi Gunnborgu Petru Jóhannsdóttur og Sölva Frey Atlason íshokkífólks ársins árið 2025. Gunnborg er á sínu öðru tímabili með SR og varð strax einn af máttarstólpum liðsins þegar hún gekk til liðs við félagið frá Malmö Redhawks í Svíþjóð. Hún var stigahæst SR-inga á síðasta tímabili og fimmta stigahæst í Topp-deild kvenna.
