Framhaldshópar upplýsingar

Framhaldshópar LSR eru fyrir iðkendur sem hafa lokið við námskeið í skautaskóla eða unglinganámskeið og lætur þjálfarinn vita þegar iðkandi er fluttur uppí framhaldshóp. Til þess að þetta geti átt sér stað þarf iðkandi að hafa lokið ákveðnu næluprófi sem byggist á grunngetu iðkandans og er það alfarið undir þjálfurum LSR komið að meta hver er tilbúinn uppí framhaldshópa. Hægt er að spyrjast fyrir um stöðuna hjá sínum iðkanda yfir tímabil námskeiðs.