Æfingagjöld SR Íshokkí haustönn 2026
Aldurs- og flokkaskipting SR tímabilið 2025-2026 er eftirfarandi:
U8 – 2018 og yngri
U10 – 2016–2017
U12 – 2014–2015
U14 – 2012–2013
U16 – 2010–2011
U18 – 2008-2009
Íshokkískóli – 39.900 kr.
Innifalið í æfingagjöldum Íshokkískóla á önn er:
– lánsbúnaður
– geymslu- og kassagjald
– æfingar út önnina í viðeigandi flokki þegar/ef iðkendur útskrifast úr íshokkískóla
Íshokkískóli fyrir 4 ára – 24.900 kr.
Innifalið í æfingagjöldum Íshokkískóla 4 ára og yngri er:
– lánsbúnaður
– geymslu- og kassagjald
U8 – 69.900 kr. per önn
Innifalið í æfingagjöldum U8 er:
– 4.000 kr. iðkendagjald Íshokkísambands Íslands
– lánsbúnaður
– geymslu- og/eða kassagjald
U10 – 71.500 kr. per önn
Innifalið í æfingagjöldum U10 er:
– 4.000 kr. iðkendagjald Íshokkísambands Íslands
– lánsbúnaður
– geymslu- og/eða kassagjald
U12-U18 – 87.500 kr. per önn
Innifalið í æfingagjöldum U12-U18 er:
– 4.000 kr. iðkendagjald Íshokkísambands Íslands
– geymslugjald
– æfingabúðir 2-3 vikur í ágúst (haustönn) áður en formlegar æfingar hefjast
– þrekæfingar allan júnímánuð (vorönn) eftir að ísæfingum lýkur
- Hægt er að nota frístundastyrki sveitarfélaga í Sportabler.
- Systkinaafsláttur kemur sjálfkrafa inn þegar seinna systkinið er skráð.
- Hægt er að skipta æfingagjöldum í allt að þrjár greiðslur.
- Þeir sem lenda í vandræðum með skráningu er bent á að hafa samband við Þjónustuver Sportabler í dökku spjallblöðrunni neðst vinstra megin á www.sportabler.com
- Allar aðrar spurningar varðandi æfingagjöld hafa samband við Elísabetu gjaldkera SR íshokkí – srishokki.gjaldkeri@gmail.com
—–
Skilmálar Íshokkídeildar Skautafélags Reykjavíkur
ÆFINGAGJÖLD
- Allar skráningar í deildina sem og ráðstöfun frístundastyrkja sveitarfélaga fara í gegnum skráningarkerfi deildarinnar, Abler, www.abler.io/shop/srishokki
- Æfingagjöld skulu greidd í upphafi annar. Greiðsla þeirra er forsenda fyrir þátttöku á æfingum og mótum viðkomandi flokks. Greiðsluseðill er sendur á forráðamenn ef ekki er gengið frá æfingagjöldum innan þriggja vikna frá því að æfingar hefjast. Enda er litið svo á að forráðamaður vilji nýta sér þjónustu yngri flokka Íshokkídeildar Skautafélags Reykjavíkur.
- Æfingagjöld eru ekki endurgreidd eftir að námskeið er hafið. Það er á ábyrgð forráðamanna að tilkynna þegar iðkandi hættir hjá félaginu. Tilkynning til þjálfara iðkanda er ekki tekin gild heldur þarf að senda á félagið í gegnum sr.ishokki@gmail.com.
- Undanþágur frá endurgreiðslu eru aðeins veittar í sérstökum tilfellum, eins og vegna flutninga, meiðsla eða alvarlegra veikinda. Í slíkum tilfellum þarf að senda skriflega beiðni með tölvupósti á gjaldkera deildarinnar; srishokki.gjaldkeri@gmail.com.
- Æfingargjöld lækka ekki þótt iðkandi geti ekki stundað fullar æfingar
- Eingöngu er hægt að ráðstafa frístundastyrk til félagsins í gegnum skráningakerfi þess, Abler. Hvorki má flytja frístundastyrk milli systkina né milli ára. Ráðstafaður frístundastyrkur sveitarfélaga er ekki endurgreiddur.
- Greiðslumátar sem deildin býður upp á í Abler eru:
- Greiðsluseðlar
- Greiðslukort. Vinsamlegast athugið að þegar æfingagjaldi er greiðsludreift með kreditkorti leggst 3% umsýslugjald ofan á fjárhæðina sem dreift er.
- Veittur er 20% systkinaafsláttur og er hann rafrænn í Abler. Við kaup á þjónustu býr kerfið til afsláttarmiða sem virkjast sjálfkrafa við næstu kaup innan sömu fjölskyldu. Afslátturinn byggir á því að börnin séu á sömu fjölskyldukenntölu skv. þjóðskrá (með sama lögheimili). Vinsamlegast hafið samband við gjaldkera ef afslátturinn virkjast ekki.
- Mikilvægt er að hafa samband vegna fjárhagserfiðleika til að finna lausn sem leiðir til áframhaldandi þátttöku iðkandans.
- Það er með öllu óheimilt að blanda æfingagjöldum inn í aðra starfsemi hjá félaginu. Stjórnarfólk, starfsfólk, þjálfarar eða aðrir velunnarar félagsins fá engan afslátt af æfingagjöldum umfram þann sem almennt er veittur.
ÆFINGAR
- Staðfestir æfingatímar og aðrar upplýsingar sem tengjast einstaka flokkum eru einungis aðgengilegar skráðum iðkendum í gegnum Abler og öll samskipti milli þjálfara og foreldra fara fram þar. Það er mikilvægt að yfirfara vel allar upplýsingar eins og netföng og símanúmer í Abler.
- Æfingatöflur eru birtar með fyrirvara og áskilur íshokkídeild SR sér rétt til breytinga á tímabilinu. Ef æfingar falla niður af óviðráðanlegum ástæðum er reynt eftir fremsta megni að vinna upp þann æfingartíma. Finnist ekki auka tími fyrir æfinguna sem féll niður verður æfingin þó ekki endurgreidd.
- SR tryggir ekki iðkendur
- Ég sem foreldri/forráðamaður viðkomandi einstaklings samþykki að hann gerist iðkandi í Skautafélagi Reykjavíkur íshokkídeild. Jafnframt lýsi ég því yfir að ég mun leggja mitt af mörkum til að styðja iðkandann í starfi hans.
PERSÓNUVERND
- Ég samþykki að Skautafélag Reykjavíkur hafi heimild til að nota þær myndir sem kunna að verða teknar af iðkandanum í starfi með félaginu, til birtingar í útgáfum félagsins, á hvaða formi sem það kann að vera, þ.m.t. á prenti, vef og á samfélagsmiðlum. Óski forráðamenn eftir því að myndir verði ekki notaðar skulu þeir hafa samband við félagið sr.ishokki@gmail.com.
- Persónuverndarstefna íshokkídeildar SR er hægt að nálgast hér á vef SR.