Fyrir utan æfingagjöld greiða iðkendur hjá Skautafélagi Reykjavíkur ýmsar aðrar greiðslur sem innheimtar eru af gjaldkera félagsins um leið og til þeirra kemur.
Keppnisgjöld.
Þegar iðkandi keppir á móti þarf hann að greiða keppnisgjöld. Keppnisgjöldin eru misjöfn eftir í hvaða flokki iðkandi keppir, á hvers konar móti og hvort hann er með eitt eða tvö prógröm. Þeir sem keppa á Sambandsmótum þurfa að skrá sig hjá Skautasambandi Íslands hér. Greiðsla keppnisgjalda virkar sem skráning á mót. Sé greiðsla ekki innt af hendi fyrir tilskilinn tíma telst iðkandi ekki skráður á mótið. Keppnisgjöld fyrir mót Skautasambands Íslands þarf að greiða fjórum vikum fyrir mót. Keppnisgjöld fyrir innanfélags og vinamót þarf að greiða þremur vikum fyrir mót. Óski keppandi eftir endurgreiðslu eftir greiðslufrestinn er það í höndum Skautasambands Íslands fyrir Sambandsmót en annars einungis gert vegna slyss eða veikinda og þá gegn læknisvottirði.
Grunnprófsgjöld.
Þegar iðkandi er tilbúin að fara í grunnpróf að mati þjálfara verður haft samband við forráðamann. Skautasamband Íslands gefur út gjaldskrá þar sem sjá má gjöldin fyrir grunnprófin.
Ferða og gistikostnaður vegna móta á Akureyri
Félagið reynir að skipuleggja hópferðir keppenda til Akureyrar. Sameiginlegur kostnaður er rúta, gisting og sameiginlegur matur og skiptist kostnaður milli þeirra sem fara. Foreldrum og systkinum er velkomið að fara með en greiða sama gjald og iðkendur. Venjan er að foreldrar yngri barnanna aðstoði sem farastjórar ferðarinnar, sjái um mat og að koma keppendum og þjálfara í höllina á Akureyri fyrir keppnina. Fararstjórar þurfa ekki að greiða ferðakostnað fyrir sig. Fáist ekki fararstjórar fyrir ferðina verður ekki um hópferð að ræða og foreldrum ætlað að koma sínu barni á keppnisstað og heim aftur.
Kostnaður vegna prógrama
Að fá nýtt prógram til að skauta við felur í sér kostnað sem fellur á iðkandann sjálfan. Kostnaðurinn liggur í þeim tíma sem það tekur þjálfara að búa til prógramið og kenna iðkandanum það og einnig við vinnu við að klippa til hentugt lag.
Sumarbúðir, páskaskautun og jólaskautun.
Þeim iðkendum sem stendur til boða að skrá sig í sumarbúðir, páskaskautun og jólaskautun greiða sérstaklega fyrir þessi námskeið. Námskeiðin eru sérstaklega ætluð þeim iðkendum sem lengst eru komnir en stundum getur félagið boðið upp á námskeið fyrir fleiri. Þessi námskeið eru ekki inni í reglulegum æfingagjöldum félagsins.
Einkatímar
Óski iðkandi eftir að taka einkatíma hjá þjálfara skal hann hafa samband við þjálfarann sjálfur og greiða honum beint.