Um skautaskóla

Skautaskólinn er fyrir byrjendur og styttra komna á aldrinum 5-11 ára.

Við bjóðum einnig upp á byrjendanámskeið fyrir 12 ára og eldri og kallast það Hópur7/Unglinganámskeið. Sjá nánar HÉR

Í Skautaskólanum og Unglingaflokki er lögð megin áhersla á að læra helstu grunn- og undirstöður íþróttarinnar. Við leggjum áherslu á að hafa æfingarnar skemmtilegar og fjölbreyttar og í leiðinni krefjandi.

Skipt er í litla hópa á svellinu eftir aldri og getu.

Kennt er tvisvar sinnum í viku, á þriðjudögum og sunnudögum. Hluti æfinga fer fram á ísnum og hluti á gólfi.

Fyrirkomulag æfinga

Þriðjudagar

Fyrri hópur (hafa æft áður):
Mæting: 17:00-18:30
Börnin fara í upphitun þegar þau mæta, kl. 17:30 er ístími í 30 mín. og eftir hann fara þau í afísæfingar á gólfi.

Seinni hópur (byrjendur):
Mæting: 17:15-18:30
Börnin fara í upphitun og afísæfingar og eftir það fara þau í 30 mín. inn á ísinn.
——————————————
Sunnudagar

Fyrri hópur (hafa æft áður) :
Mæting:11:15 – 12:45
Börnin fara í upphitun þegar þau mæta, kl. 11:45 er ístími í 30 mín. og eftir hann fara þau í afísæfingar á gólfi.

Seinni hópur (byrjendur) :
Mæting:11:30 – 12:45
Börnin fara í upphitun og afísæfingar og eftir það fara þau í 30 mín. inn á ísinn.

Alltaf er gefin góður tími til að klæða sig í og úr skautum milli æfinga.

Mæting: Bendum á að mjög mikilvægt er að börnin mæti í upphitun þar sem ekki er gott að fara kaldur inn á svellið að skauta, iðkendur gengur betur að skauta og auk þess sem það dregur úr hættu á meiðslum að fara vel heitur inn á svellið. Vinasamlega mætið tímalega þannig að börnin séu tilbúin þegar upphitunn hefst.

Fatnaður: Mikilvægt er að börnin mæti í viðeigandi fatnaði í skautaskólann, góðar buxur sem gott er að hreyfa sig í, t.d. flísbuxur. ( gallabuxur eru alveg bannaðar). Góð flíspeysa yfir hlýjan bol er oftast nóg fyrir þau og vettlingar eru nauðsynlegir. Gott er að hafa buff undir hjálminum. Passið að dúða börnin ekki um of, þau þurfa að eiga gott með að hreyfa sig, þeim er oftast ekki svo kalt á ísnum þar sem þau eru að hreyfa sig og fara heit inn á eftir upphitun.

Ýmsar upplýsingar fyrir skautaskólaforeldra:
Foreldrahandbók Skautaskólans

Verðskrá:
• Verð fyrir önnina er kr. 37.000,-
• Innifalið eru:
– 26 kennslutímar
– Lán á skautum og hjálmi
– Skautanælur vegna Regnabogaprófa
– Iðkendagjald til Skautasambands Íslands
• Allar skráningar og greiðslur fara fram rafrænt – sjá HÉR