1.gr.
Nafn deildarinnar er Skautafélag Reykjavíkur, listhlaupadeild, skammstafað LSR. Heimili og varnarþing hennar er í Reykjavík.
2.gr.
Tilgangur deildarinnar er að standa fyrir iðkun skautaíþrótta meðal félagsmanna og glæða áhuga almennings fyrir gildi þeirra.
3.gr.
Tilgangi sínum hyggst deildin ná með því að efna til íþróttaæfinga, móta, fundahalda og annars er ýtt getur undir iðkun skautaíþrótta.
4.gr.
Félagi er hver sá er greiðir æfingagjöld til deildarinnar.
5.gr.
Starfstímabil deildarinnar er almanaksárið. Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins félagsmenn eldri en 18 ára og forráðamenn félagamanns undir 18 ára aldri mega vera þátttakendur á aðalfundi og hefur hver þátttakandi eitt atkvæði.
6.gr.
Aðalfundur deildarinnar skal haldinn fyrir 1. apríl ár hvert og skal til hans boðað með minnst viku fyrirvara með sannanlegum hætti. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
7.gr.
Stjórn félagsins er skipuð formanni og 4 meðstjórnendum, kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn. Formaður er kosinn sérstaklega en aðrir stjórnarmenn skipta með sér verkum. 3 varamenn eru kosnir sérstaklega. Stjórn deildarinnar fer með málefni félagsins milli aðalfunda. Formaður boðar til fundar. Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar. Á aðalfundi eru kosnir 2 skoðunarmenn reikninga en í þeirra stað má kjósa 1 löggiltan endurskoðanda.
8.gr.
Engin félagsgjöld eru innheimt heldur er deildin rekin af æfingagjöldum og styrkjum.
9.gr.
Ef að rekstrarafgangur verður af rekstri deildarinnar verðum honum varið til frekari uppbyggingar deildarinnar.
10.gr.
Ákvörðun um slit deildarinnar skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir deildarinnar til aðalstjórnar Skautafélags Reykjavíkur skv. lögum Skautafélags Reykjavíkur.
Lög þessi voru samþykkt á aðalfundi 28. mars 2019 og falla þá jafnframt úr gildi fyrri lög deildarinnar.
Reykjavík 28. 03.2019