Sportabler

Listhlaupadeild Skautafélags Reykjavíkur hefur verið að vinna með forrit sem heitir Sportabler Organiser í á annað ár. Sportabler Organiser er vef- og snjallsímaforrit sem gerir skipulagningu og samskipti í íþróttastarfi margfalt skilvirkari og einfaldari.

Kerfið er ætlað þjálfurum, iðkendum, foreldrum og starfsmönnum íþróttafélaga og gerir það að verkum að allt er á einum stað.

Þjálfarar geta stillt upp leikja/keppnis- og æfingaplani, skipt í hópa og gert breytingar með einföldum aðgerðum í þjálfaraviðmóti kerfisins. Foreldrar geta tengst börnum sínum og þar með fylgst með dagskrá þeirra, látið vita af mætingu og verið í persónulegum samskiptum við þjálfarann.

Með notkun forritsins hafa allir sem að íþróttastarfinu koma góða yfirsýn yfir sína dagskrá. Ef einhverjar breytingar verða, svo sem ef æfing fellur niður eða nýr viðburður er skráður, sendist tilkynning  (push notification) beint í síma þeirra sem hún á við og viðkomandi dagsskrá uppfærist.

Hægt er að skoða heimasíðu Sportabler hér.

Skylda er að iðkandi og/eða foreldri sé með aðgang að Sportabler og er alltaf hægt að skoða allar upplýsingarnar í gegnum vefinn. Félagið mun senda allar upplýsingar um æfingar, mót og keppnisferðir í gegnum Sportabler. Til þess að sækja um aðgang að þarf að vera með kóða fyrir hópinn hjá sínum iðkanda og þær upplýsingar fást hjá skautastjóra, stjórn eða þjálfurum.