Blog Archives

Ný aðalstjórn kosin á dögunum

05/07/2017

Þann 7. júní 2017 var haldinn Aðalfundur Skautafélags Reykjavíkur.  Mæting var með ágætum og voru flestir stjórnarmeðlimir beggja deilda og fráfarandi aðalstjórnar mættir á fundinn.  Eggert Steinsen var kosinn fundarstjóri og Rakel Tanja var kosin fundarritari.  Dagskrá fundarins var nokkuð hefðbundin eða samkvæmt lögum félagsins.  Ragna Þóra Ragnarsdóttir, gjaldkeri, var fjarri góðu gamni þannig að

Nánar…


Kynningarfundur íshokkídeildar næsta sunnudag!

13/09/2016

Haldinn verður upplýsingafundur fyrir foreldra iðkenda íshokkídeildar SR næstkomandi sunnudag kl 13:00.  Á fundinum verður farið yfir áætlanir vetrarsins, þjálfarar kynntir og spurningum svarað.  Heitt kaffi verður á könnunni, vonandi sjáum við sem flesta. Hokkístjórnin.


Aðalfundur Skautafélags Reykjavíkur

12/06/2016

Aðalfundur Skautafélags Reykjavíkur verður haldinn í félagsaðstöðunni í Skautahöllinni í Laugardal sunnudaginn 26. júní kl.15:00.  Félagmenn eru hvattir til að mæta. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir: Kosinn fundarstjóri og fundarritari. Lesin upp fundargerð síðasta aðalfundar. Lögð fram skrifleg skýrsla aðalstjórnar og skýrslur deilda. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar aðalstjórnar ásamt endurskoðuðum reikningum einstakara deilda

Nánar…