Þjálfarar LSR

Ásdís Rós Clark-Íþróttastjóri LSR

Ásdís er með B.Sc. í íþróttafræði og M.ed. í kennslufræðum yngri barna. Einnig tók hún þátt í alþjóðlegu þróunarverkefni á vegum ISU (Alþjóðlega Skautasambandið) í nokkur ár bæði sem þjálfari og tæknidómari. Einnig er hún með 1., 2. og 3. stig þjálfararéttindi hjá ÍSS/ÍSÍ. Ásdís starfaði við þjálfun fyrir LSR 2001-2006, 2009-2012 og 2015-2016.
Ásdís er með umsjón yfir: Y1, Y3 og Synchro
Netfang: skautastjori@gmail.com

Ásdís æfði fimleika með Gerplu frá 4 ára aldri. 11 ára prófaði hún skautaæfingu og varð heilluð! Ásamt skautaiðkun stundaði hún nám við Listdanskóla Íslands á nútímabraut. Ásdís keppti með landsliði ÍSS á Norðurlandamóti í Junior flokki og á Heimsmeistaramóti í senior flokki í samhæfðum skautadansi, einnig keppti hún með Team Sweden 2 á Heimsmeistaramóti í Búdapest 2008 þar sem þau höfnuðu í 13. sæti af 22 liðum. Ásdís var valin skautakona ársins 2008. Hún starfaði sem Alþjóðlegur tæknidómari (International TS) 2011-2022 og var landsliðsþjálfari hjá ÍSS 2011-2012. Einnig starfaði hún í nefndum fyrir skautasamband Íslands og var formaður tækninefndar í nokkur ár.

 

Camilla Cappellin

Camilla kemur frá Ítalíu og hefur starfað hjá félaginu í 2 ár. Camilla situr einnig í Fræðslunefnd ÍSS.

Camilla er með umsjón yfir: E1, E2, E4, M1 og Ungliðahóp

Netfang: camilla.cappellin@gmail.com

 

Ellý Rún Guðjohnsen

Ellý er með umsjón yfir: E5, E6 og Eldhugum

 

Hafdís Ása Stefnisdóttir

Hafdís Ása er að klára FG félagsvísindibraut og stefnir á Háskólanám á svipuðu sviði. Hafdís hefur þjálfað hjá félaginu í 3 ár og starfað sem liðstjóri á mótum. Hún hefur lokið þjálfaranámskeiðum 1. og 2. stigi hjá ÍSÍ og er að taka 1. stig hjá ÍSS.  Hafdís er einnig iðkandi og æfir með E4.

Hafdís er með umsjón yfir: Y2 og Y4

 

Herdís Birna Gunnarsdóttir

 

Herdís Birna hefur starfað sem þjálfari hjá LSR í nokkur ár. Í vetur mun hún sjá um skipulag skautaskólans og forföll.
Herdís Birna er hjúkrunarfræðingur að mennt og sér um að sjúkrataskan sé í góðu lagi!
Netfang: herdis.lsr@gmail.com

 

Herdís Heiða Guðjohnsen

Herdís Heiða þjálfar á sunnudögum í vetur. Herdís er fyrverandi iðkandi LSR og náði langt í íþróttinni.

Ilaria Nogaro

Ilaria Nogaro-Í fæðingarorlofi til 1. febrúar 2026

Ilaria hefur starfað í nokkur ár hjá félaginu. Hún situr einnig í fræðslunefnd ÍSS og er með 3. stigs þjálfararéttindi frá ÍSS. Ilaria keppti fyrir hönd Ítalíu í senior flokki í nokkur ár.
Netfang: ilarianogaro.lsr@gmail.com

 

Maria Khilobok

Maria kemur frá Úkraínu, hún stundar nám við Fjölbrautaskólann við Ármúla ásamt því að þjálfa í öllum flokkum félagsins. Maria hefur lokið 1. stigi þjálfara réttinda í Úkraínu.

 

Michaela Milcinska

Michaela kemur frá Tékklandi og hefur lokið þjálfararéttindum þar en einnig er hún lærður lögfræðingur. Michaela hefur starfað í Tékklandi við þjálfun ásamt foreldrum sínum í nokkur ár bæði sem einstaklings og synchro þjálfari. Michaela er einnig með Alþjóðleg réttindi til að starfa sem DRO á alþjóðlegummótum frá ISU.
Michaela er með umsjón yfir: E1, E3, M2 og GG

Netfang: misa.milcinska@gmail.com

 

Selma Ósk Sigurðardóttir

Selma hefur lokið 1. stigi hjá ÍSÍ. Selma er einnig iðkandi í E2.
Selma er með umsjón yfir: M3 og M4

 

Sunna Björk Mogensen

Sunna er með Alþjóðleg ISU réttindi til að starfa sem DRO á ISU mótum.
Sunna keppti á Heimsmeistaramóti í senior flokki í samhæfðum skautadansi, einnig keppti hún með Team Sweden 2 á Heimsmeistaramóti í Búdapest 2008 þar sem þau höfnuðu í 13. sæti af 22 liðum. Sunna hefur menntað sig á erlendum vettvangi bæði í synchro og ísdansi og þjálfað synchrolið félagsins nánast frá upphafi.
Sunna er með umsjón yfir: Synchro

 

Þjálfarar sem sjá um Dans og styrktarþjálfun

Nadía Margrét Jamchi

Nadia er sjúkraþjálfari að mennt og sér um styrktarþjálfun. Nadia var lengi vel í fremstu röð skautara á Íslandi og þjálfaði í öllum flokkum félagsins.

 

Sara Huld Örlygsdóttir

Sara Huld er fimleikaþjálfari hjá Ármanni og sér um styrktarþjálfun. Sara æfði einnig skauta hjá Skautafélaginu Binrinum ásamt synchro hjá LSR 2015.

 

Chantelle Carey

Chantelle Carey er margverðlaunaður, alþjóðlegur danshöfundur og hreyfistjóri sem þekkt er fyrir störf sín í leiklist, kvikmyndum og sjónvarpi. Ferill hennar spannar bæði sviðslistir og kvikmyndagerð þar sem hún hefur unnið með virtum leikstjórum, leikurum og framleiðsluteymum víða um heim.

Einstakur stíll Chantelle sameinar sterka frásögn og kraftmikla hreyfingu sem skapar sjónrænt áhrifamikla sýningar sem hrífa áhorfendur. Auk listræns starfs síns er Chantelle einnig mjög áhugasöm um að miðla þekkingu sinni til næstu kynslóðar listamanna og iðkenda og leggur sérstaka áherslu á hreyfingu, tjáningu og sviðsframkomu

Jeffrey Scott

Jeffrey sér um Ballett þjálfun eldri iðkenda. Jeffrey er með áratuga reynslu í dansþjálfun.

Snorri Óskarsson

Snorri sér um þjálfun yngri iðkenda sem eru að stíga sín fyrstu skref í dansi og ballett. Snorri hefur einnig starfað á leikskóla og er frábær með yngri börnum.