Æfingar 4-8 ágúst

01/08/2015

Jæja kæru SRingar þá er verið að opna höllina aftur fyrir SR íshokkí. Við byrjum á þriðjudaginn 4 ágúst, beint eftir Verslunarmannahelgi.

Eins og alltaf þegar við erum að byrja aftur eftir frí, þá gerum við hjá SR okkur grein fyrir því að leikmenn okkar eru margir hverjir ennþá í fríi, svo við byrjum bara á því að koma okkur á stað, enn sæll hvað undirritaður er glaður með það að byrja aftur, enda allt of langt síðan það var gaman á gögnum okkar.

Biðst velvirðingar á því hvað þetta er birt með stuttum fyrirvara, enn vona að sjá sem flesta í vikuni sem er að hefjast.

Það er verið að klára æfinga töfluna fyrir viku 2 (10 – 14 ágúst) og viku 3 (17 – 21 ágúst) og verða þær klára eftir helgina.

Þessar 3 vikur sem við höfum áður enn skólar byrja erum við ekki með æfingar um helgar, enn mánudaginn 24 ágúst byrjum við að æfa samkvæmt hefðbundni æfingatöflu.

Helgar æfingar verða í vetur á laugardögum í stað sunnudögum og vonum við hjá SR að það falli vel í kramið hjá okkur öllum.

Mótaskrá fyrir veturinn er ekki klár, ÍHÍ er að klára hana, enn samkvæmt fyrsta uppkasti, sem getur breyst þá verða mót yngri flokka eins og her segir:

4.flokkur 19 – 20 sept Laugardal

4.flokkur 14 – 15 nov Akureyri

4.flokkur 23 – 24 jan Akureyri

4.flokkur 12 – 13 mars Egilshöll

 

5.6.7.flokkur

16, 17, 18 okt Akureyri

27, 28, 29 nov Egilshöll

19, 20, 21 feb Akureyri

22, 23, 24 apr Laugardal


Þessi mót eru á svipuðum tíma og undanfarinn ár.

Þetta er orðinn aðeins of langt hjá mér, hlakka til að byrja þetta tímabil með ykkur SRingum.

Bestar kveðjur
Ragnar