Alltaf nóg um að vera!

15/10/2015

Það er búið að vera alveg geggjað að gera hjá öllum í SR undanfarnar vikur á löngu orðið tímabært að uppfæra stöðuna og það sem er framundan.

MFL Karla er komið að siglingu eftir erfiða byrjun á mótinu og þar næstu helgi fara fram 3 leikir á 3 dögum, SR – Björninn á föstudaginn, SR – Esja í Egilshöll á laugardaginn og svo endar þetta á leik SR – SA á sunnudagskvöldinu, enn öll liðið 4 spila 3 leiki þessa helgi.

MFL Kvenna hefur átt erfiða byrjun á Íslandsmótinu, enn þær stóðu sig prýðilega vel á móti sem haldið var í Egilshöll um síðustu helgi og ætlar þær að halda áfram að berjast og bæta sig í vetur.

2.flokkur er búið að vinna einn og tapa einu í upphaf Íslandsmótsins og nokkuð ljóst að þar verður hart barist, og verður næsti leikur þriðjudaginn 27 okt í Egilshöll vs. Björninn.

3.flokkur
Eru lika komnir á stað og unnu fyrsta leik vetrarins á móti SA fyrir norðan um helgina 4-3, eftir að hafa tapað fyrir SA deginum áður 3-11. Þetta var fyrsta tap SA í vetur, enn SR tapaði fyrsta leik vetrarins 3-4 fyrir Birnum. Nokkuð ljóst að Robbie er að góða hluti þarna.

4.flokkur
Er svo að fara spila fyrstu leiki vetrarins núna um helgina og fara allir leikir fram í Laugardalnum.

Laugadagur
18:20 – SR – Björninn
19:40 – SA – Björninn
21:00 – SR – SA

Sunnudagur
08:00 – SR – SA
09:20 – Björninn – SA
10:40 – SR – Björninn

Það verður á efa mikil spenna hjá 4 um helgina og margir að fara spila sina fyrstu leiki í 4.flokki, enn Milos er búin að vera keyra þá áfram.

5.flokkur
Þessi frábæri hópur skellti sér norður fyrir nokkrum helgum siðan og stóðu sig mjög vel, enn SR var með tvö lið á Akureyri og voru með nánast fullskipað lið af leikmönnum fæddir 04/05 sem er alveg geggjað, enda stór og flottur hópur þar á ferð.

6.flokkur
Allt að gerast hjá þessum snillingum og skemmti þeir og þau sér konulega fyrir norðan og stóðu sig frábærlega vel. Það verður gaman að fylgjast með framförum þeirra í vetur eins og reyndar alla aðra flokka okkar.

7.flokkur
Þessi hópur skelltu sér með 5.6.flokk norður eins og venjan er og voru nokkrir/nokkrar að spila á sinu fyrsta móti og að mótslokum var nokkuð ljóst að verðlaunapeningur var aðalmálið eftir að hafa skauta alla helgina.

Að lokum þá vill ég þakka öllum þeim sem aðstoða SR við allt mögulegt kringum ferðir, mót, leiki, skerpingar, þvótt og margt margt fleira. Án ykkar væri ekki hægt að halda SR gangandi.

Áfram SR !!!