4.flokkur á Akureyri

30/11/2015

SR 4.flokkur AK 2015

4.flokkur okkar for um helgina norður á Akureyri til að keppa á Bautamótinu sem SA heldur á hverjur ári fyrir flokkinn. Lagt var á stað beint eftir skóla á föstudegi og keyrt á tveimur bílum með 6 krakka í hverjum bíl og var Milos og Ragnar í einu og kokkarnir Gina og Kjartan á hinum. Þetta voru vel pakkaðir bíl sem lögðu á stað í góðu veðri.

Þegar við loks komum norður var eldað og græjað í Stórholti og svo var slappað af og fóru allir að sofa á þokkalegum tíma. Laugadagurinn var svo tekin með morgunmat, keilu og hvað annað til dagstyttingar fyrir leikina.

Fyrstu leikurinn var á móti SA og greinilegt strax frá upphafi að þetta yrði erfið leikur. Eftir hetjulega baráttu okkar mann þurftum við að sætta okkur við 0-3 tap. Fyrir seinni leik dagsins gegn Birninum breyttum við Milos línu okkar til að fá meira “pönch” í leikinn. Það skilaði sér og unnum við 5-0 eftir góðan leik og stóð vörnin sina vakt og markmaðurinn tók þau skot sem rötuðu á markið.

Sunnudagurinn var svona klassískur SR seini dagur á Akureyri. Vakna, borða, pakka niður, setja í bílinn og fara í höllina. Fyrsti leikurinn var á móti SA og eftir magnaða byrjun þar sem SR skóraði eftir 15 sek leik, spiluðum við frábært hokkí gegn sterku liði SA og unnuð 4-3 eftir að hafa verið yfir allan leikinn. Frábær leikur hjá okkar krökkum. Enn eftir leikinn var ljóst að SA var búið að vinna mótið á innbyrðis markatölu (6-4), enn ekkert var slakað á í leiknum við Björninn og vann SR 10-0.

Svo var pakka niður, sturta, pizza og beint heim á dagskrá enda spáinn fræga ekki góð. Enn heimferð gekk fínt þrátt fyrir allt og vorum við komin í Laugardalinn um 18:00 og allir sáttir við sitt.