Íslandsmót ÍSS í Skautahöllinni

30/11/2015

Skautahöllin iðaði af lífi um helgina þegar æsispennandi Íslandsmót ÍSS 2015 fór þar fram. Okkar skautarar stóðu sig allar með mikilli prýði og langflestar bættu sig verulega.

Kristín Valdís átti ágæta helgi og hafnaði í þriðja sæti með 93.32 stig í unglingaflokki A og Nanna Kristín hlaut silfurverðlaun í flokki 12 ára og yngri A með 36.95 stig sem er hennar besti árangur til þessa.

Bríet Glóð hlaut silfurverðlaun í flokki 12 ára og yngri B og María Krístín hlaut brons í sama flokki. Þá hlaut Eydís Gunnarsdóttir bronsverðlaun í flokki 10 ára og yngri A.

Kristín Valdís skilaði viðmiðum í úrvalshóp Skautasambandsins fyrir langt prógram í unglingaflokki A og hefur nú náð lagmörkum í báðum prógrömum. Thelma Kristín náði viðmiðum Sambandsins fyrir stutt prógram í stúlknaflokki A og þá skilaði Nanna Kristín viðmiðum Sambandsins fyrir landsliðshópinn Ungir og efnilegir.

Við óskum okkar keppendum innilega til hamingju með góðan árangur. Það var ótrúlega gaman að fylgjast með stelpunum okkar um helgina og óhætt að segja að framtíð félagsins sé björt með þennan efnivið innaborðs.

Nánari fréttir af mótinu má finna á vef Skautasambandsins.