John Kauffman hættir

16/11/2015

John Kauffmann, yfirþjálfari, hefur sagt starfi sínu lausu af persónulegum ástæðum. Hann mun þjálfa fram til næstu mánaðamóta.

Julie mun halda utan um starf félagsins með stuðningi aðstoðarþjálfara þar til ákvörðun um nýjan yfirþjálfara liggur fyrir.

John hefur unnið frábært starf með félaginu á undanförnum árum. Hann hefur verið einstaklega vel liðinn þjálfari og hans verður sárt saknað. Við þökkum honum vel unnin störf og óskum honum góðs gengis á nýjum slóðum.