Nóvember allt í gangi eins og alltaf

03/11/2015

Jæja kæru SRingar

Það er alltaf nog um að vera og eftir að hafa keyrt 1/4 af vetrinum þá er ekki hægt að segja annað enn þetta byrjar bara frábærlega vel hjá SR ef maður skoðar heildar myndina.

 MFL Karla er að rífa sig í gang eftir svolitið erfið byrjun og nokkuð ljóst að það verður allt lagt undir til að ná úrslitakeppninni og verður fróðlegt að fylgjast með gangi mál í nóvember, þegar mótið fer á stað eftir landsliðs pásu, enn landslið okkur er að taka þátt í undanriðli ólympíuleika í vikuni á Spáni ásamt Kína og Serbíu.

 MFL Kvenna þar eru nokkrar stelpur að berjast áfram við halda liðinu gangandi enn erfiðlega hefur gegnið hjá þeim í vetur og er Timo þjálfari fluttur aftur til Fínlands vegna vinnu og kærustu, enn nýr þjálfari tekur við keflinu.

 2.flokkur spilar í kvöld mikilvægan leik við Björninn í Egilshöll, enn Björninn eru efstir í deildinni með 9 stig eftir 4 leiki, enn SR er með 3 stig eftir 2 leiki og tapaði síðast fyrir einmitt sama liði í Lagardalnum 4-6 í síðasta mánuði.

 3.flokkur þar er allt í járnum eftir frækinn sigur SR í Egilshöll og er SR búið að vinna 3 og tapa 2 leikjum, enn vegna tæknilega erfiðleikja hjá ÍHÍ hefur staðan í deildinni ekki verið uppfærð, enn nokkuð ljóst að það verður hart barist í þeirri deild í allan vetur og 17 nóvember er aftur leikur í Egilshöll við Björninn.

 4.flokkur það er ekkert nýtt að frétta þar, deildinn hnífjöfn milli SR og SA og skilur aðins 2 mörk milli liðina SR í hag. Næst á dagskrá hjá 4.flokki er bikarmót á Akureyri laugardaginn og sunnudaginn 28 og 29 nóvember.

 5.flokkur allt að gerast hjá þeim, eins og öllum öðrum flokkum. Mikil framför hjá iðkendum frá því æfingar hófust í ágúst og nokkrir nýjir komnir í hópinn sem er frábært og mikil gleði var hjá þeim um helgina í blönduðu móti í Egilshöll enn 4.flokkur tók lika þátt í því móti, enn 4 lið voru sett saman af leikmönnum SR og Bjarnarins.

 6.flokkur þar eru miklir snillingar á ferð og ljóst að þar er flottur hópur að myndast hjá SR og spiluðu þeir leik við Björninn um helgina sem gekk vel og mikil gleði með leikmenn hjá þjálfara liðsins.

 7.flokkur er kominn á fulla ferð og sáust ótrúleg fögn við mörk, töflufundir og stórkostleg tilþrif í leiknum um helgina sem for fram í Laugardalnum og foreldrar í léttum hlátursköstum þegar snillingarnir spiluðu.

 Það eru svo æfingaleikir hjá 5.6.7. í Laugardalnum laugardaginn 14 nóv og eru þeir spilaðir svona:

 6.flokkur leikurinn byrjar 08:10, mæting 07:40

5.flokkur mæting 08:20, spilað blönduð lið með 4.flokki sem á lika að mæta 08:20

7.flokkur byrjar 12:05, mæting 11:40, spila á sama tíma og skautaskólin er.

 

Svo er barnamót hjá 5.6.7.flokk í Egilshöll helgina 21 – 22 nóv, dagskrá og skráningar auglýst siðar.

 

kv


Skautastjórinn