Bandý mót hjá HK

09/12/2015

SR Yngri SR eldri

Bandýdeild HK bauð SR ásamt Birninum í heimsókn til að keppa á haustmóti í Digraneshöllini. SR mættu til leiks með 2 lið í yngri og stóðu sig bæði liðin okkar sig frábærlega vel og það munaði aðeins einu marki að það yrði SR á móti SR í úrslitaleiknum, enn það því miður tóks það ekki. SR yngri spilaði úrslita leik við HK Strákar og unnu leikinn sannfærandi og hömpuðu bikarinn sem HK gaf sigurvegara mótsins.

 

Í eldri mætti SR til leiks með eitt lið, sem samanstóð af 4.flokki og Styrmi úr 3.flokki. Liðið stoð sig frábærlega, enn við náðum ekki alla leið heldur töpuðum fyrir 3.flokki Bjarnarins með 4-3 í úrslitaleik. Styrmir fekk kylfu gefins eftir að hafa orðið markakóngur mótsins og strákarnir voru samt alveg sáttir með 2.sætið.
SR vill þakka HK sérstaklega Atla sem skipulagði og kom þessu móti á. Frábært framtak og geggjað hvað það voru margir hjá HK sem komu að þessu, dómarar, mótshaldarar og sjálfboðaliðar og vill SR þakka þeim fyrir framlag sitt á þessu mótið. Það er alveg ljóst að þetta mót er komið til að vera og spurning hvort SR stofni ekki bandýdeild eftir áramót.