Julie Dunlop tekur við sem yfirþjálfari listhlaupadeildar

03/12/2015

Nú þegar John hefur kvatt Skautafélagið hefur Julie Dunlop tekið við sem yfirþjálfari listhlaupadeildar.

Julie kemur frá Kananda og hefur starfað sem skautaþjálfari þar í um 30 ár. Hún hefur þjálfað í stærstu skautaklúbbum í Kanada og komið að þjálfun á öllum stigum allt frá skautaskóla og upp í elstu iðkendur.

Hún nær vel til iðkenda með glaðværð sinni og hlýju og ýmsum skemmtilegum nýjungum eins og við höfum þegar fengið að kynnast hjá SR.

Til stendur að ráða nýjan þjálfara til félagsins til að starfa með Julie og þeim flotta innlenda þjálfarahóp sem félagið státar nú af og verður send út tilkynning með frekari upplýsingum þar um þegar þar að kemur.