SR-ingur á Alþjóðaleikum ungmenna

12/01/2016

Thelma Kristín Maronsdóttir frá Skautafélagi Reykjavíkur tekur nú þátt í Alþjóðaleikum ungmenna sem fram fara í Innsbruck í Austurríki. Thelma Kristín tekur þátt fyrir hönd Reykjavíkurborgar en í liðinu eru tveir skautarar, 4 keppendur á skíðum og tveir á snjóbrettum, alls 8 ungmenni auk þjálfara og fararstjóra.

Á heimasíðu leikanna, http://www.innsbruck2016.com/en,  er hægt að nálgast frekari upplýsingar um mótið og fylgjast með ýmsum atburðum í beinni útsendingu, þ.m.t. opnunarhátíð leikanna sem fram fer í kvöld, 12. jan., kl. 19 að íslenskum tíma. Einnig er hægt að fylgjast með gengi hópsins á Facebook síðu Íþróttabandalags Reykjavíkur.
Í dag voru skautararnir á æfingu á Ólympíuleikvanginumi í Innsbruck en keppni í stuttu prógrammi er á morgun, miðvikudag og í frjálsu prógrammi á fimmtudag.
Við óskum Thelmu Kristínu góðs gengis.