Reykjavíkurleikarnir í Skautahöllinni

25/01/2016

Það er óhætt að segja að kátt hafi verið í Höllinni um helgina þegar Reykjavíkurleikarnir fóru þar fram. Þetta er í 8. sinn sem skautaíþróttin tekur þátt í leikunum og í annað sinn sem mótið er alþjóðlegt ISU mót. 25 erlendir keppendur tóku þátt að þessu sinni og veittu íslensku skauturunum verðuga samkeppni.

Það var norska skautakonan Camilla Gjersem sem sigraði Senior flokk með 141.17 stig en í Junior flokki sigraði hin finnska Jade Rautiainen með 115.63 stig.

SR-ingar stóðu sig vel á mótinu. Þuríður Björg Björgvinsdóttir var efst íslensku stúlknanna eftir fyrri keppnisdaginn eftir frábæra frammistöðu og lauk keppni með 94.01 stig. Hólmfríður Hafliðadóttir og Thelma Kristín Maronsdóttir skiluðu báðar sínu besta skori til þessa, Hólmfríður 74.52 stigum og Thelma Kristín 57.53 stigum.

SR átti þrjá skautara í Interclub hluta leikanna sem allar stóðu sig með mikilli prýði. Eydís Gunnarsdóttir og Nanna Kristín Bjarnadóttir hlutu báðar bronsverðslaun í sínum flokki. Þess má geta að í báðum flokkunum, 10 ára og yngri A og 12 ára og yngri A var það innan við stig sem skildi að 1. og 3. sætið þannig að mjótt var á munum. Alexandra Björg Vilhjálmsdóttir lenti í 4. sæti í flokki Novice B með 25.21 stig.

SR-ingar áttu klárlega besta klapplið leikanna og það var gaman að sjá hversu góðan og háværan stuðning stelpurnar okkar fengu rigaf áhorfendapöllunum 😉

Samantekt frá mótinu um helgina verður sýnd á RÚV á næstu dögum.