Norðurljósin keppa á Budapest Cup

13/02/2016

Norðurljósin sem er eina liðið á Íslandi sem keppir í samhæfðum skautadansi mun keppa á Budapest Cup dagana 25-27.febrúar 2016. Kostnaður við slíkar keppnisferðir er gríðarlega mikill þar sem að erfitt er að sækja um styrki fyrir lið sem er ekki landslið. Liðið ætlar þess vegna að vera með fjáröflunarsýningu á Sunnudaginn 21. febrúar kl: 20.

Aðgöngumiðinn kostar litlar 1000 krónur og gildir einnig sem happadrættismiði!

Ásamt Norðurljósunum munu einstaklingsskautarar frá Skautafélagi Reykjavíkur einnig sýna listir sínar en það eru þær Þuríður Björg, Kristín Valdís, Thelma, Eydís og Margrét Eva.

Við hvetjum alla til að mæta og horfa á frábæra skautasýningu og styrkja stelpurnar í leiðinni.