Það er vor í lofti en við erum þegar farin að huga að næsta vetri. Við erum ótrúlega spennt fyrir komandi tímabili enda höfum við gengið frá samningi við Julie Dunlop um að vera með okkur áfram auk þess sem skrifað hefur verið undir samning við Guillaume Kermen um að stýra starfinu ásamt Julie. Guillaume er gamall “vinur” okkar hjá SR en hann var yfirþjálfari félagsins á árunum 2005-2010 og náði frábærum árangri með skautarana okkar á þeim tíma. Guillaume er franskur en hefur undanfarin ár starfað í Finnlandi við góðan orðstír. Við hlökkum til að starfa með þeim Julie og Guillaume en þeim til halds og trausts verða að sjálfsögðu íslensku þjálfararnir okkar sem við treystum sífellt meira á.
Guillaume mun hefja störf þann 1. ágúst og verður því með okkur í sumarbúðunum þar til hefðbundið starf hefst í lok ágúst.