Búið er að opna fyrir snemmskráningu í sumarbúðir SR-listhlaupadeildar fyrir iðkendur LSR. Við bjóðum iðkendur frá öðrum félögum velkomna í sumarbúðirnar hjá okkur og verður opnað fyrir skráningu fyrir þá þann 12. maí. Er það gert til að tryggja að SR-ingar fái fyrst pláss í búðunum ef ásókn verður mikil. Við hvetjum SR-inga því til að skrá sig fyrir þann tíma til að tryggja sér pláss.
Dagskrá búðanna er spennandi og metnaðarfull. Auk þjálfara SR fáum við til okkar gestaþjálfara sem og annað íþróttafólk sem hjálpa til við ólíka hluta undirbúnings fyrir komandi tímabil.
Búðirnar verða í það minnsta 5 vikur, 4 vikur í júlí (frá 4. júlí – 29. júlí) í Egilshöll og 1 vika frá 15. – 19. ágúst í Laugardalnum. Líklega verða einnig búðir frá 2. ágúst – 13. ágúst í Egilshöll, en því miður er ekki alveg komið á hreint hvernig dagskráin verður þá. Upplýsingar verða settar hér inn um leið og það skýrist.
Hér er hægt að finna verðskrá og hópaskiptingu og hér er hægt að finna dagskránna. Um mikilvægi sumarbúðanna má lesa nánar hér.
Ekki er ennþá komið á hreint með hvort hægt verður að halda námskeið fyrir byrjendur í sumar en vonir stjórnar standa til að það takist. Endilega fylgist með fréttum þar um hér á heimasíðu félagsins.
Hlökkum til sumarsins og vonumst eftir að sjá sem flesta á ísnum í sumar.
Stjórn og þjálfarar