Nýtt ístímabil hefst!

15/08/2016

Nú þegar langt er liðið inn í ágúst mánuðu fer að styttast verulega að lífið hjá flestum fari að hafa sinn vanagang.  Hjá Skautafélagi Reykjavíkur er þarn engin undantekning.  Starfsemi félagins hefst að fullu 22. ágúst næstkomandi með venjulegri stundatöflu sem verður birt á næstunni. Í sumar var haldin Aðalfundur Skautafélagsins þar sem kosin var ný stjórn en hún er nokkuð lítið breytt frá því sem áður var fyrir utan það að varamenn í stjórn eru þeir Kjartan Hjaltested og Kristjón Grétarsson.  Aðrir stjórnarmenn voru sjálfkjörnir þar sem engir aðrir voru í framboði.  Óvenju fámennt var á þessum fundi en sannarlega góðmennt.   Stjórnir beggja deilda voru með sína aðalfundi á vormánuðum og hægt er að sjá upplýsingar um allar stjórnir SR hér á vefnum.