Skráning er hafinn fyrir haustönn 2016 hjá listhlaupadeild SR. Við höfum gert þær breytingar á nú þarf að skrá sig sérstaklega á haustönn og svo aftur á vorönn í kringum ármótin. Breytingarnar eru gerðar með eftirfarandi í huga:
- Hægt að dreifa greiðslubirgði æfingargjalda betur yfir veturinn
- Iðkendur sem hætta á miðju tímabili ekki skuldbundnir allt tímabilið
- Tekjur félagsins dreyfast betur yfir tímabilið
- Tekjuskráning félagsins verða réttari í bókhaldi félagsins
Æfingargjöldin hækka milli ára þar sem í vetur erum við með tvo þjálfara í fullu starfi, auk okkar frábæru íslensku aðstoðarþjálfara. Laun hafa hækkað hjá öllum þjálfurum síðasta árið en mikil samkeppni er um góða þjálfara og því nauðsynlegt fyrir félagið að vera samkeppnisfært við þau laun sem þjálfurum bíðst annarstaðar. Eins hafa umsvif félagsins aukist og var reksturinn verulega þungur síðasta vetur, en nauðsynlegt er fyrir félagið að byggja upp varasjóð til að grípa til þegar óvæntar aðstæður koma upp.
Hóparnir hafa verið endurskoðaðir af yfirþjálfurum og æfa iðkendur í hverjum keppnsihóp nú saman og eru þeir keppnishópar saman sem eru svipaðir í getu. Hægt er að skoða hópaskiptinguna hér undir hópaskipting.
Stundaskrá er komin inn á vefin er hún er með fyrirvara um breytingar þar til félagið hefur fengið samþykki ÍBR fyrir ístímanum.
Skráning fer fram í skráningakerfi félagsins hér
Ef ekki er gengið frá æfingagjöldum fyrir 5. september áskilur SR sér rétt til að setja æfingagjöldin á einn greiðsluseðil og bætast þá við seðilgjald og/eða annar umsýslunarkostnaður ef bakfæra þarf reikninginn.
Inni á greiðslusíðu SR er hægt er að greiða með greiðslukorti eða með greiðsluseðlum. Hægt er að skipta niður í allt að fjórar greiðslur. Á greiðsluseðlum bætast við greiðslu og umsýslugjöld en engin gjöld eru innheimt vegna greiðslukorta. Hægt er að nýta frístundastyrk sveitarfélaganna til lækkunar á æfingagjöldum, með því að skrá sig inn í gegnum Island.is. Ef nánari upplýsinga er þörf þá vinsamlega sendi póst á list@skautafelag.is