Annað kvöld, föstudagskvöld kl.19:45, munu SR-ingar taka á móti Birninum í Meistrarflokki karla í íshokkí. Björninn hefur byrjað tímabilið með einu tapi, á móti Esju 6 – 2, og einum sigri á móti SA, 7 – 0. SR er með svipaða stöðu þ.e.as einn sigur á móti SA og eitt tap á móti Esju. SR-ingar hafa verið að stilla saman strengi undanfarið og hefur innkoma yngri leikmanna vakið þar athygli. Björninn hefur á að skipa mörgum ungum en reynslumiklum leikmönnum þar sem þeir fengu fljótt ábyrgðarhlutverk í sínum flokki og eru þeir til alls vísir.
Um að gera að skella sér á leikinn því að það kostar litlar kr.1000 inn í höllina og Ollabúð verður auðvitað á staðnu!!
SA hefur líklega aldrei byrjað tímabilið jafn illa einsog þeir gera núna en að öllum líkindum er því að kenna að þeir hafa verið á ís í mjög stuttan tíma þar sem Skautahöllin á Akureyri fór í miklar framkvæmdir á ísplötunni í febrúar á þessu ári og hafa rétt náð að klára vinnuna áður en tímabilið byrjaði.
Liðin styrkja sig
Nærri öll lið í deildinni hafa verið að styrkja sig fyrir komandi vetur og SR þar engin undantekning. Komnir eru nýjir leikmenn í lið meistaraflokks og eru það leikmennirnir Jan Kolibár og Herman Oldrich sem koma frá Tékklandi. Beðið er eftir leikheimild fyrir Joshua Popsie sem ætti að koma á næstu dögum. Hægt er að sjá nánar um leikmannaskipti á vef ÍHÍ.
Félagið hvertur auðvitað alla til að mæta á staðinn og hvetja strákana áfram þar sem þetta verður hörkuleikur!
Áfram SR! #VidErumSR