Fullorðinsnámskeið

16/09/2016

Sunnudaginn 18. september hefst nýtt fullorðinsnámskeið hjá okkur í LSR. Síðasta vetur komust færri að en vildu, þannig að það er um að gera að vera fljótur að skrá sig til að tryggja sér pláss.  Tilvalið fyrir foreldra skautaiðkenda að læra aðeins að skauta með börnunum sínum og aðra sem langar að læra aðeins að skauta.

Skráning fer fram á skautafelag.felog.is

Kennsla hefst sunnudaginn 18. sept kl 19;45 – 19:00 með upphitun og ístíma í Skautahöllinni Laugardal.