Í kvöld kl.19:45 tekur SR á móti Esju í Laugardal

27/09/2016

Í kvöld munu SR-ingar taka á móti sambýlingum sínum í Esju í Laugardalnum. Esjuliðar byrjðu tímabilið af krafti þegar þeir lögðu Björninn nokkuð sannfærandi 6 – 2 síðastliðinn þriðjudag.  SR-ingar fóru góða ferð norður til Akureyrar og unnu þar baráttu sigur , 6 – 8, á SA-Víkingum.  Í Egilshöll munu Bjarnarmenn taka á móti SA-Víkingum á sama tíma eða kl.19:45.

Um að gera að skella sér í Laugardalinn og horfa á þennan spennandi leik.  Leikjunum verður einnig streymt á vef ÍHÍ, www.ihi.is.

Við viljum vekja athygli á Instagram reikningi SR-íshokkí sem hægt er að fylgjast með í gegnum Instragram appið og einnig á vefnum og svo auðvitað opinberu Facebook-síðu íshokkídeildarinnar.