Í gærkvöldi mættu Bjarnarstelpur bíspertar og klárar til leiks. SR-stelpur voru þar einnig klárar í slaginn. SR-stelpur hafa verið á mjög góðri siglingu á undanfögnum vikum þarm sem þjálfari þeirra Rory Geneja hefur verið að vinna með hópinn að föstum leikatriðum. Einnig hafa bæst í hópinn nokkrar frískar stelpur frá öðrum líðum og nokkrar snúið aftur. Svo á auðvitað minnast á leik þeirra stúlkna sem eru uppaldar í SR, já mikil ósköp. SR-stelpur stimpluðu sig inn á tólftu mínútu þegar Inga Sigurgeirsdóttir(#19) skorði fyrsta mark SR-stúlkna í leiknum með aðstoð frá Guðbjörgu Grönvold og Alexöndru Hafsteinsdóttur. Rétt fyrir lok lotunnar náði Jóhann Bárðardóttir (#21) að auka enn á forystuna og koma SR-stúlum í stöðuna 2 – 0 með aðstoð frá Laura Murphy. Í annari lotu var mikið jafnræði með liðunum en SR-stúlur virtust gefa örlítið eftir. Bjarnarstúlkur gengu á lagið og Harpa Benediktsdóttir minnkaði muninn fyrir Björninn með aðstoð frá Hrund Thorlacius. Rétt um miðja þriðju lotu, eftir mikið happa-atvik, þar sem pökkurinn skoppaði af battanum og beint í hendurnar á Hörpu Benediktsdóttur sem skorði í autt horn í marki SR-stúlkna. Staðan orðin þá 2 – 2 og allt í járnum. Þrátt fyrir góðar sóknir beggja aðila vildi pökkurinn ekki inn. Í framlengingu áttur SR-stelpur gríðarlega gott færi sem þær náðu ekki að nýta og var því niðurstaðan sú að þennan leik þyrfti að útkljá með vítakeppni. Laura Murphy reið á vaðið og skoraði eina mark vítarimmunar og tryggði SR sigurinn, líklega þann fyrsta um langa hríð.
Streymt á Facebook!
Gerð var sú tilraun í gærkvöld að streyma leik kvöldsins á Facebook og var leikurinn jafntfram tekinn upp. Áætlað að rúmlega 2000 manns hafi séð færsluna og rétt rúmlega 600 spilarnir voru gerðar á leiknum. Þáttaka áhorfenda var skemmtileg viðbót við annars ágætlega heppnaða tilraun. Hægt er að sjá leikinn í heild sinni hér að neðan.