Andinn heldur áfram að gefa í samheldnu stemmningsliði Skautafélags Reykjavíkur, meistaraflokks kvenna. Síðust helgi lauk hinu árlega Reykjavík Ice-Cup þar sem stelpurnar okkar gerðu sig gildandi.
Hin Kanadíska Deirdre Norman, stofnandi The Women Of Winter, leggur ríka áherslu á að halda við hokkítengingu Íslands og Kanada, en hún var í forgöngu fyrir því að fyrsta Bandaríska liðið tæki þátt í mótinu í ár. Mótinu var að þessu sinni skipt í tvo styrkleikaflokka. Einn fyrir áhugamannalið, en hinn fyrir hokkífólk sem hefur spilað í erfiðari og dýpri deildum. Íslensku liðin tilheyra fyrri flokknum.
SR-ingar unnu fyrsta leikinn, sem var gegn Chinook Ice frá Kanada. Lokatölur 1 – 0. Því næst lutu þær í lægra haldi, 1 – 6, fyrir Seattle Seacups. Valkyrjur unnu þær 3 – 1 og enduðu svo í úrslitarimmu við Seattle liðið. Þar mættu okkar konur grimmar til leiks enda mun mjórra á munum þegar dómari flautaði til leiksloka. Seacups skoruðu eina mark þess leiks. Vel af sér vikið hjá SR!
Jóhanna Bárðardóttir var að vonum ánægð með mótið. Hún benti á að mótið væri meira til gamans og til þess að styrkja tengslin og fagna saman ástríðu kvenna á íshokkí. “Þetta er alltaf hrikalega skemmtilegt. Allir eru þarna bara til að skemmta sér og spila hokkí. Þessar konur sem koma að utan eru yfirleitt frá þrítugu og upp úr. Til dæmis var einn markmaður í kanadíska liðinu 64 ára. Hversu svalt!”