SR og Björninn mætast í Hertz-deild kvenna kl.19:45

03/10/2016

Reykjavíkurrimmurnar halda áfram og nú í meistaraflokki kvenna, þriðjudaginn 4. október. Lið SR samanstendur af fjölda ungra leikmanna en nokkrar gamlar kempur hafa snúið aftur með reynslu sína og teflir liðið fram sínum sterkustu línum sem af er leiktíðar. Mætum á pallana og sjáum framtíð SR í action. Leikurinn hefst klukkan kl. 19:45. Um heimaleik SR er að ræða. Sjáumst í Skautahöllinni. Laugardal. 

Frítt inn – allir að mæta!