Ef fólk rýndi einungis í tölurnar þá myndi það sjálfsagt komast að þeirri niðurstöðu að Skautafélag Reykjavíkur gangi illa á öllum sviðum íshokkís um þessar mundir. En fyrir þau sem fara á leiki liðsins, hafa gaumgæft breytingar á leikmannahóp, aldur liðsmanna o.s.frv. þá skýrir það að hluta til gengi liðsis. En það er engin betri en þjálfarinn í að kasta ljósi á hvað sé á seyði í leik og “menningu” SR, meistaraflokks karla. SRhokkí lagðist yfir liðsmálin með Richard Tahtinen á dögum, og komst m.a. að því – eins og svo oft áður – að framtíðin er björt.
Um markmið liðsins á þessu leiktímabili
Fyrir það fyrsta þá er eitt aðalmarkmiða okkar að ná að tileinka okkur hugarfar sem fókusr sérstaklega á það sem við erum að gera akkúrat núna, þ.e.a.s. að á leikdögum þá hugsum við bara um hann og þá litlu hluti sem við verðum að gera rétt til að ná sem bestum árangri það skiptið. Og gera þá hluti rétt. Við viljum sömuleiðis beina athygglinni að því kerfi sem við erum að þróa og hegðun okkar og viðbrögðum við ólíkum hlutum sem koma fyrir í leik. Meðal þess sem við erum að fókusa á núna er að minnka atvik þar sem við missum pökkin til andstæðingsins á hættulegum stöðum. Sömuleiðis erum við að byggja á hraða, viljum vera fyrsti í pökkinn þegar hann er laus. Við viljum vinna návígi og takmarka þann tíma sem við spilum einum færri vegna villuvandræða.
SR hefur vermt botn deildarinnar lengi. Hvernig er mórallinn hjá liðinu?
Það gefur auga leið að við viljum alls ekki verma botninn og sú staða getur haft mikil áhrif á öll lið í þannig stöðu. Ein eins og ég sagði áðan, þá setjum við miðið á verkefni liðsins frá degi til dags og njóta þess sem við gerum vel og gæta þess að hafa gaman. Þetta þýðir þó ekki að við séum ánægðir með stöðuna. Þetta þýðir að mórallinn í liðinu er ekki háður því hvort við erum að vinna eða tapa. Mórallinn er góður þessa dagana.
Um síbreytilegar línur og samanburð við önnur lið
Það er mín upplifun að þetta lið hafi mátt yfirstíga ýmislegt á undanförnum ár, að töluverðu leiti vegna þess að fyrrverandi leikmenn hafa annað hvort hætt eða fært sig um set til annara liða, hér og að heiman. Engir leikmenn í deildinni hafa mætt sömu áskorunum og ungu strákarnir í SR. Að mínu viti eru þessir strákar þeir seigustu og intrinsically motivated individuals in the league. Að því sögðu er mikil vinna framundan og um það snýst þetta tímabil að miklu leiti; að læra meira um sálfræði- og leikskipulagslegu hlið leiksins. Útlitið er gott því Skautafélag Reykjavíkur er samstíga í að þróa þennan hóp til framtíðar og tengja við starfið í yngri flokkunum með samfellu í huga. Úr yngri flokkunum koma íshokkímenntaðari einstaklingar en áður.
Tímabilið til þessa og að vera aftur SR-ingur
Það er frábært að vera kominn aftur. Tímabilið hefur verið áhugavert og erfitt til þessa. Augljóslega felst áskorun í því að missa svona mikið af leikmönnum skömmu áður en leiktíðin hófst. Við byrjuðum veturinn með góðum sigri. Í kjölfarið komu ósigrar, misstórir þó. Hvað sem því líður þá var “kommbakkið,” í leknum gegn Birninum 25. október, eitthvað sem sýnir getuna sem býr í liðinu. Þótt tiltölulega skammt sé liðið á deildina höfum við þegar upplifað alla mögulegar útkomur í leikjunum. Nú þurfum við bara að finna fastheldnari milliveg frá leik til leikjar og mjaka okkur í átt að fleiri sigrum. Ég trúi að þegar líður á tímabilið mun fólk sjá betur skiðulagt, duglegra og spenntara ungr SR-lið.
Nú klárast senn tveggja vikna leikjapása. Er ekki erfitt að halda sér og liðinu á tánum í þessum hokkíþurrki?
Það er alveg snúið, en með tvo sigra í röð er biðin bærilegri. Frá mínum bæjardyrum séð er þessa pása ágætlega tímasett þar sem flestir leikmanna SR er í einhverskonar skólaprófum um þessar mundir eða að undirbúa þau.
Að missa Bjarka er þungt. Hans verður sárt saknað. Hann er einn af okkar fáu landsliðsmönnum um þessar mundir. Hann er áræðanlegur leikmaður sem getur spilað í báðar átti, traustur í vörn og sókn. Og hann er fyrirliðinn okkar. Við verðum að reyna að vera sveigjanlegir og nota hugmyndaflugið til þess að fylla í skarðið sem hann mun skilja eftir sig.
Takk fyrir spjallið, þjálfi. Eitthvað að lokum?
Bara, við erum afskaplega þakklátir fyrir stuðningin sem við fáum frá fólki á pöllunum þrátt fyrir að liðið sé að upplifa erfiða tíma. En í þessu liði er björt framtíð.