Síðasti heimaleikur meistaraflokks karla á tímabilinu!

09/03/2017

Næstkomandi föstudagskvöld mun Meistaraflokkur Skautafélags Reykjavíkur spila sinn síðasta heimaleik á tímabilinu niður í Skautahöllinni í Laugardal. Mótherjar eru reynsluboltarnir í SA.  Fyrir þennan leik situr SR á botni deildarinnar með 10 stig eftir 22 leiki.  Stór hluti liðsins hét utan í morgun með U18 landsliði Íslands en leið þess liggur til Serbíu á mót í 2. deild B á HM og etja þar kappi við Ástralíu, Holland, Belgíu, Spán og auðvitað heimamenn í Serbíu.

En hvað sem því líður ætla SR-ingar að mæta grjótharðir til leiks og ætla ekki að gefa neitt eftir.  Flestir leikmenn eru heilir og Bjarki Reyr er kominn til baka úr útlegð í Asíu og það verður spennandi að sjá hvað trix hann hefur lært þar ytra.

Mætum öll í Skautahöllina í Laugardal og styðjum við bakið á strákunum okkar!  Leikurinn hefst kl.19:45!