21/09/2017
Alexandra Hafsteinsdóttir, leikmaður SR í 2. flokki og í Meistaraflokki kvenna, mun æfa og spila með Nitro Xpress, sem er lið Kimberley Academy, í Kanada í vetur. Í sumar opnaðist sá möguleiki fyrir hana að fara út og reyna fyrir sér í U19 ára liði Xpress. Eftir nokkrar tölvupóstsendingar og pappírsvinnu hélt Alexandra út til Kanada í lok ágúst. Þar mun hún vera við nám og æfa íshokkí í vetur. Við munum að sjálfsögðu segja meira frá hennar ævintýri í vetur.
Hægt er að fylgjast með liðinu á Facebook.
Hér að neðan er hægt að sjá skautaæfingu hjá Nitro Xpress og Alexöndru bregður fyrir með hvítan hjálm þegar það eru liðnar ca 13 sek inn í myndbandið hér að neðan.