Benjamin gestaþjálfari LSR

28/08/2020

Benjamin Naggiar er ítalskur gestaþjálfari sem verður hjá LSR þangað til Colette Brabant kemur til starfa. Hann æfði á Ítalíu og í Bandaríkjunum og hefur þjálfað í Ítalíu, Kína og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Benjamin keppti í listhlaupi para, þar sem hann náði verðlaunasætum í alþjóðlegum keppnum. Síðar færði hann sig yfir í ísdans.

Hann tekur líka að sér iðkendur í einkatíma og prógramsgerð. Til að bóka tíma þarf að senda honum tölvupóst. email: bnaggiar@hotmail.it

Við bjóðum hann velkominn til starfa.

 

Hér fyrir neðan má sjá myndir af Benjamín á ísnum: