U14 mót í Laugardalnum um helgina

23/09/2020

Íslandsmót U14 liða, fyrsta helgi af fjórum, verður haldið í Laugardalnum um helgina.

6 lið (fjögur A og tvö B) taka þátt í Íslandsmótinu í ár, þrjú frá SA, tvö frá SR og eitt frá Fjölni.
Mótstjóri er Hafliði Sævarsson.
Dagskrá mótsins er eftirfarandi:

Tími
Laugardagsmorgun
7:40 SA Jötnar SR Ernir
9:20 Fjölnir SA Víkingar
11:00 SA Garpar SR Fálkar
Laugardagseftirmiðdagur
17:15 SA Víkingar SA Jötnar
18:50 SR Ernir Fjölnir
20:30 SA Garpar SR Fálkar
Sunnudagur
7:40 Fjölnir SA Jötnar
9:20 SR Ernir SA Víkingar
11:00 SA Garpar SR Fálkar

 

Vegna Covid-19 grípum við til sérstakra sóttvarnar-aðgerða.

Sóttvarnarráð SR-íshokkí hefur unnið hörðum höndum að því að mótið geti farið fram á sem öruggastan hátt komandi helgi.

Hér eru nokkur atriði sem ráðið vill koma á framfæri:
– Höllin mun vera hólfaskipt
– Lið SA munu nota búningsklefa listhlaupadeildar
– SR og Fjölnir verða í íshokkí klefunum.
– Leikmenn og þjálfarar skulu alltaf nota innganga hjá sínum klefum.
– Þjálfarar/sjálfboðaliðar bera ábyrgð á að klefar séu sótthreinsaðir reglulega, búnaður verður á staðnum.

Áhorfendur eru leyfðir, en stúkan mun vera girt af og gengið inn um aðalinngang hallarinnar. Ætlast er til þess að ekki sé samgangur á milli þessara svæða. Leikmenn og þjálfarar fari ekki upp í stúku eða í klefa sem tilheyra þeim ekki. Sömuleiðis haldi áhorfendur sig innan við afgirta stúkusvæðið. Sér klósett verður fyrir áhorfendur. Fjöldatakmark á áhorfendur eru 200 manns.

Að öðru leiti fylgjum við leiðbeiningum landlæknis um þrif og fjarðlægðartakmörk upp á minnst 1 meter, en reynum halda 2 metrum. Handspritt verður til staðar, en þeir sem þess óska koma sjálfir með sínar grímur.

Helstu einkenni Covid-19 minna á venjulega flensu: kvef, hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir, þreyta og slappleiki. Í sumum tilvikum hverfur bragð- og lyktarskyn skyndilega. Minnum á að mæta EKKI ef vart verður einhverra einkenna. Ef einkenni koma á meðan móti stendur skal tilkynna það strax til umboðsmanns sóttvarnarfulltrúa S: 8444590 og hringja í 1770.

Hlökkum til íshokkí-helgarinnar!

Fyrir hönd sóttvarnarráðs SR
Elsa Kristín Sigurðardóttir S: 6986982 – sóttvarnarfulltrúi SR
Bjarni Helgason S: 8444590– umboðsmaður sóttvarnarfulltrúa á mótsstað