Skráning hafin í skautaskóla LSR

Skautaskóli
29/12/2020

Gleðilega hátíð! Nú styttist óðfluga í nýtt ár og er því ekki seinna vænna en að byrja að skipuleggja tómstundir barnanna. Miðvikudaginn 6. janúar mun skautaskólinn hjá Skautafélagi Reykjavíkur listhlaupadeild byrja og eru allir velkomnir í prufutíma. Skautaskólinn okkar er fyrir börn á aldrinum 3 – 10 ára og eru æfingar á miðvikudögum frá klukkan 17:30 – 18:55 og á laugardögum frá klukkan 11:30 – 13:10. Fyrir þá sem eru eldri þá erum við með unglinganámskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 10 – 18 ára. Skráning er hafin hér: https://www.sportabler.com/shop/SR

* ATH! Þeir iðkendur sem voru skráðir á námskeið á haustönn fá framlengingu til 27 janúar.

Frekari upplýsingar má fá hér.

Með von um að sjá sem flesta í janúar.

Kveðja,

Þjálfarar og stjórn LSR