Ný stjórn íshokkídeildar

28/04/2021

Á aðalfundi íshokkídeildar SR á fimmtudag í síðustu viku var kosin ný stjórn fyrir starfsárið 2021-2022.

Kjartan Hjaltested endurkjörinn formaður
Margrét Westlund endurkjörin gjaldkeri
Daniel Kolar kosinn nýr varaformaður
Hafliði Sævarsson kosinn nýr ritari
Erla Guðrún Jóhannesdóttir endurkjörin formaður meistaraflokksráðs kvenna
Sverrir Þórarinn Sverrisson endurkjörin formaður meistaraflokksráðs karla
Bjarni Helgason endurkjörinn formaður barna- og unglingaráðs
Ásta Særós Haraldsdóttir endurkjörin varamaður

Í stuttu máli þá heldur sama stjórn áfram nema tveir mjög öflugir liðsmenn bætast við með mikla þekkingu og reynslu. Daniel Kolar þekkir flest íshokkíáhugafólk en hann hefur langan feril að baki sem leikmaður og þjálfari. Við ferilskránna má svo bæta hokkípabbi en sonur hans æfir með U8 liði SR. Hafliði hefur verið öflugur í starfi SR og foreldrafélagi þess undanfarin ár en sonur hans æfir og spilar með U14 og U16 liðum SR.

Mikill stöðugleiki og samheldni hefur verið í stjórn SR íshokkí síðan 2017 og hefur á þeim tíma verið unnið að markvissri uppbyggingu félagsins.
Félagið er nú í góðu fjárhagslegu jafnvægi, fjöldi SR-inga hefur tvöfaldast á þessum árum og stelpum fjölgað margfalt.